Eimreiðin - 01.07.1958, Blaðsíða 62
194
EIMREIÐIN
„Rokinu? Þetta er nú hreint ekki hægt að kalla rok,“
andæfi ég, sem er mjög — máski undarlega — viðkvæmur fyr*
ir misnotkun á veðurheitum. „Þetta gæti í liæsta lagi heitið
stinningskaldi.“
„Þú mátt kalla það hvað þú vilt,“ svaraði Unnur kotroskin-
„En ég leyfi mér að kalla það rok, — eða finnst þér hann
kannski ekki nógu hvass með svona rigningu, — og tuttugn
og fimm mínútna hraður gangur í vagninn?"
Ég steinþagna, læt mér nægja að líta á voginn og segja með
sjálfum mér:
„Ekki anza ég því, að hann rjúki.“
. . . En hver getur búizt við stöðuglyndi og hófsemi af hálfn
íslenzkrar haustveðráttu? Á föstudagsmorguninn er komið
liörkufrost, — þykkt svell á tunnuna og brúsana undir hús-
hliðinni — og víðáttumiklir og glerhálir svellbólstrar þvert
yfir Kársnesbrautina ofan undan húsum nokkurra manna,
sem viljað hafa spara sér gröft á vatnsleiðslum. Einum af
þessum bólstrum hallar mjög mikið, og þar má svei mér vara
sig. Ég hef farið í borgina fyrir hádegi, og um hálfþrjúleytið
er ég á heimleið. Ég ber sína skjalatöskuna í hvorri hendi, i
annarri pappír og bækur, í hinni ýmsar matvörur. Ég gen§
liratt suður brautina, því að mig er tekið að kula í eyru. Á
undan mér gengur spengileg stúlka — með rauða tösku und-
ir hendinni. Hún tifar ótt og títt, en samt dregur óðum sam-
an með okkur. Þegar hún hefur stígið út á hinn varhugaverða
svellbólstur, er ég alveg að ná henni. Skyndilega rennur hun
til og baðar út höndum, og taskan rauða þeytist út frá hennn
verður að glampandi blóðboga í fölvu skini liaustsólarinnai'-
Með annan fótinn á gljánni og hinn á lofti, sveiflast stúlkan
eins og kringlukastari, snýst við og slengist síðan á sitjand-
ann á svellið, svo að mjölvaðir vangarnir goppa og titra enlS
og froðukúfar í straumkasti — og augun gljá af annarlegH
skelfingu. Þarna situr hún svo sem hugstola, og allt í einU
þýt ég út á bláhvítan bólsturinn, gátlaus af bjargfýsi, gleyna1
því alveg, að hjá því sem hún er ég ekki í hálfstömum skO'
hlífum, heldur á hörðum og hálum leðursólum. Og svo imsSl
ég þá fótanna — með sína töskuna í hvorri hendi. Það hlunk-
ar og smellur og hringlar og hvoppar, og þarna ligg ég elllS