Eimreiðin - 01.07.1958, Side 66
198
EIMREIÐIN
Ég sprett á fætur og flýti mér fram fyrir.
„Við stóðum í þeirri meiningu," heyri ég að Unnur segir-
„Ég veit ekkert um það, hver á hann. Mér var bara sagt að
sækja hann,“ svarar maðurinn.
„Heyrðu mig!“ segi ég. „Viltu nú ekki gera mér svo vel að
fara inn í eldhús með konunni og drekka hjá henni kaffi'
sopa? Ég þarf endilega að tala nokkur orð við bæjarsíma-
stjórann . . . Fyrirgefðu annars, — sæll! Ég heiti Guðmundur
Hagalín."
Maðurinn tekur kveðjunni og nefnir nafnið sitt, en hann
er óeðlilega lágmæltur, sýnist svolítið liissa. Þetta er mjög
þokkalegur og geðslegur maður. Hann lítur á konuna, og
hún segir af sinni eðlilega alúð:
„Gerðu svo vel, — kaffið er til.“
Og hún fer af stað inn ganginn og maðurinn á eftn'
henni. Hann er orðinn dálítið kímileitur.
Ég hringi, en næ ekki í símstjórann. Hann hefur gengið
frá. En fulltrúinn? Jú, hann get ég fengið að tala við. • •
Nei, Guðmundur Sæmundsson á ekki símann, — eigandi hans
er Kristján Gíslason, og hann er búinn að afsala sér síman-
um, enda fluttur suður í Keflavík. Fulltrúinn skilur ]rað mjög
vel, að mér komi afar illa að vera símalaus, en samt sem
áður verður ekki hjá því komizt, að annar maður fái þennan
síma. Ég segi honum, að mér þyki nú skrambi hart að fá ekkj
síma, þar sem ég hafi verið símanotandi á því landi íslandj
allt frá árinu 1928 til haustsins 1949, — en nei, ég hef ekki
pantað síma, hef búið síðasta árið úti í Kaupmannahöfn.
eru engin ráð, svarar hann, pantanir, sem fyrir liggi, skipu
ekki hundruðum, heldur þúsundum.
Allt í einu flýgur mér svolítið í hug, og ég segi:
„Guðmundur Sæmundsson, húseigandinn, — já, ég nefnd1
ltann áðan, — hann á ekki þennan síma og ekki heldur neinn
annan, — ég er búinn að ganga úr skugga um það í skránnn
— en þér vilduð nú víst ekki gera mér svo vel að athuga>
hvort hann hefur sótt um síma?“
„Jú, bíðið þér nú við.“ Það líður svolítil stund. Síðan-
„Jú, hann hefur sótt, — það hefur hann reyndar."
„Og ekki alveg nýlega?“