Eimreiðin - 01.07.1958, Síða 83
ASfaranótt orrustuimar
viS diancellorsville
eftir Francis Scott Fitzgerald.
Þér að segja grunaði mig ekki í hverju ég átti eftir að
lenda, annars hefði ég ekki farið þangað niður eftir. Þeir
mega eiga sinn her — mér finnst þeir hafi allir hegðað sér
eins og bleyður. En Nell vinkona mín sagði við mig:
„Sko, Nora, Fíla er sama ördeyðan og Baltimore, og við
þurfum að éta í sumar." Hún hafði rétt í því fengið bréf
frá stúlku, sem sagði þær lifðu praktuglega þar niður frá í
j.gömlu Virginíu“. Hermennirnir fengju greiddan mála, og
ójóst við þær dveldu þar kannski sumarlangt, unz uppreist-
arseggimir létu í rninni pokann. Þær fengju líka borgað út
í hönd, og góð, þokkaleg stúlka gæti farið fram á — jæja,
ég man það ekki, vegna þess ég býst ekki við þú getir vænzt
þess ég muni neitt eftir allt, sem henti okkur.
Ég hef alltaf vanizt alminlegri meðferð — þegar ég kynn-
Jst manni fer það einhvern veginn þannig, hversu frakkur
sem hann er í fyrstu, að honum lærist að bera virðingu fyrir
mér að lokum, og ég hef aldrei þurft að þola sumt af því,
sem aðrar stúlkur hafa mátt þola; hvorki verið skilin eftir í
É'amandi borg eða veskinu mínu verið stolið.
Jæja, ég byrjaði að segja þér, hvernig ég fór niður til hers-
ms í „gömlu Virginíu“. Geri það aldrei aftur! Hlustaðu nú
bara:
Ég er vön þægindum á ferðalagi, — einu sinni, þegar ég var
Ung telpa, fór pabbi með mig á lest til Baltimore. Við bjugg-
um í York, Pa, — og það hefði ekki getað farið betur um
°kkur; við höfðum svæfla og mennirnir gengu í gegn með
körfur með appelsínum og eplum, þú veizt, og kölluðu:
..Viljið þið kaupa appelsínur eða epli — eða bjór.“