Eimreiðin - 01.07.1958, Qupperneq 96
228
EIMREIÐIN
sjónum margra táknuðu stríðslokin hrun þeirrar veraldar,
sem þeir höfðu lifað og hrærzt í. Þessir ungu menn höfðu
trúað því, sem þeim hafði verið kennt, og nú voru þær hug-
myndir, sem þeim höfðu verið gefnar, orðnar sem falskar
skurðgoðamyndir, afhjúpaðar og eyðilagðar, eða sem glitrandi
sápukúlur sprungnar af sjálfu sér. Þessi unga kynslóð var bit-
urlega blekkt og vonsvikin eftir blekkinguna. Hún var orðm
efagjörn og tortryggin, og nú var hún auk þess áttavillt og
hafði misst sína staðfestu. Einn af þessurn æskumönnum, sein
allt of fljótt féll í valinn, Wolfgang Borchert (1921—47).
klæddi það í orð, sem þessi kynslóð liafði á tilfinningunni:
„Við erum kynslóðin staðfestulausa og sú, sem enga dýp£
hefur. Okkar dýpt er botnleysið. Við erum kynslóðin ham-
ingjulausa, án átthaga og án kveðju. Sól okkar er týra, ast
okkar grimm, og ungmenni okkar eru án æsku. Við eruiu
kynslóðin landamæralausa, hömlulaus og án verndar."
sind die Generation ohne Bindung und ohne Tiefe. Unsere
Tiefe ist Abgrund. Wir sind die Generation olrne Glúck,
ohne Heinrat und olrne Abschied. Unsere Sonne ist schxnak
unsere Liebe grausanr, und unsere Jugend ist ohne Jugend-
Wir sind die Generation ohne Grenze, olrne Hemmung und
Behútung.“)
En samtímis var þessi unga kynslóð, sem nú kom heinr ru
stríðinu, þreytt og staðfestulaus, tómhent og með útbrunn-
ið lrjarta, full af ónrettuðu lífshungri og gripin þeirri brenn-
andi þrá að geta nú að lokum byrjað á því, sem henni hafð1
svo lengi verið neitað um. Hún var, eins og Borchert sagðj-
„full eftirvæntingar eftir nýju lífi, eftir nýjum hlátri, e£ti:
nýjum guði,“ („voller Ankunft zu einem neuen Leben, zU
einenr neuen Lachen, zu einem neuen Gott.“)
Von hennar eftir nýrri stjörnu, sem gæti vísað henni veg'
inn, hlaut sanrt sem áður að verða að engu. Enginn kom
fram, sem fær væri um að vísa henni til vegar, enginn, selU
gæti gefið henni nýja hugsjón. Hún stóð, eins og nafnið a
einu leikriti Borcherts segir: „Utan við dynrar“ („Draussen
vor der Túr“). Og þá reynslu varð hún að þola, að handj111
við dyraþröskuldinn að hinu þráða nýja lífi opnaðist ný &P'
Alls staðar ríkti „tvískinnungsháttur og úrræðaleysi“ (»^ ’e