Eimreiðin - 01.07.1958, Page 109
VörSur á Kjalvegi
Gatnlar vöröur, gömul dys,
götur niöur lagðar
birta mannsins basl og slys
betur en raður sagðar.
Kolbeinn Högnason.
Með breyttum þjóðlífsháttum hafa þær leiðir, sem voru al-
faravegir í eina tíð, lagzt niður að mestu, og er að því nokkur
eftirsjá, eins og mörgu öðru, sem tíminn sigrar í þeirri enda-
lausu framvindu, sem fylgir manninum og hefur orðið einna
hröðust þau ár, sem liðin eru af þessari öld. Kjalvegur er einn
þeirra alfaravega fyrri kynslóða, sem hefur þannig orðið að
hita í lægra haldi fyrir þróuninni. Hann er samt enn farinn,
þótt enginn sé hann nauðsynjavegur, og er það helzt skemmti-
ferðafólk, sem síðari árin hefur riðið þar um hálfgrónar götur,
er hggja samsíða allt upp í tuttugu, þar sem jarðvegurinn hefur
tekið minnstum brevtingum.
Ekki er líklegt, að bifreiðavegur verði lagður um Kjalveg
nailli Norðurlands og Suðurlands. Má það gilda Kjalveg einu,
enda mun haldið áfram að nota hann af fólki, sem ferðast á
þann liátt, að sögulegar minjar hans tætast ekki í sundur, held-
llr haldast við, troðnar hestshófum, sem skópu hann í upp-
hafi og hæfa honum betur en nokkurt farartæki nútímans.
Nokkur tilraun var gerð til að halda uppi föstum ferð-
Urn á hestum yfir Kjöl um sumartímann nú fyrir skemmstu,
°g er það fyrirtæki, sem ekki má leggjast niður. Þá hafa
yrnsir einstaklingar, sem eiga heimangengt á hestum, farið
Kjöl í sumarleyfum sínum, og er það góður siður. Víða hef-
ur verið stofnað til hestamannafélaga í fjölbýli, og þykir
félagsmönnum þá stundum þröngt um sig, bifreiðafargan
skenimi ánægju útreiðatúra og byggðavegir séu ekki þeirr-