Eimreiðin - 01.07.1958, Síða 130
262
EIMREIÐIN
ai' eru á báðum stöðurn hamraðar frarn senr sannanir væru,
og gæti sá háttur liafa flotið í þriðja eða fjórða lið á
lærðum málsgreinum, sem viljandi eða óafvitandi urðu for-
skrift að öðrum ámóta, þótt til annars skyldi duga. Vekur
þetta fyrirbæri þá trú, að utan að lærdómur sé geysimáttugt
tæki til mannmótunar, og renna undir það fleiri stoðir, svo
sem það, að allir þeir menn, sem hezt þykja máli farnir, hyggja
upp ræðu sína að mjög miklum liluta úr áður notuðum
málsgreinum lítt breyttum, og kunna meira af mótuðum,
áhrifaríkum samsetningum orða en aðrir menn. Er þeim það
r erkfæri og vopnabúnaður. Á sama benda þráreyndar aðferð-
ir við allt uppeldi, svo sem söngur og ljóðnotkun, þegar
hnika skal frekju og óþekkt harna til betri hátta, er þá löng-
unr raulað, að vísu stundum orðlaus suða, en oftar barn-
gælur, lífsreglur og lieilræði, ef fyrir liggja í vitund uppal-
andans, og þá helzt svo, að sanran fari efni og framsetning
öll. Mun það sameiginlegt allri tamningu, sem byggist á vin-
gjarnlegri aðbúð, réttlátri, rólegri og stefnufastri, sífelldri
endurtekningu svipaðra atriða, allt þar til eðli og háttunr
Irefur verið lrallað til réttrar áttar, og nrá hafa það fyrir satt
að söngur hlýhuga foreldra, blíðleg orð og róandi hafi all-
sterk áhrif á lrugarfar og framkomu barnsins og verði þvl
tiltækilegust viðbragða, hafi það þeim vanizt. Veldur almenn
þekking á þessu jafnalmennri furðu lesenda vfir vögguljóði
Laxness:
„Sofðu nú svínið þitt
svartur í augunr.
Farðu í fúlan pytt
fullan af draugum."
Þar þóttu brotin líkindi fyrir orðfæri við tækifærið. Til sanra
bendir tilsvarandi aðhlægi eftir K. N.:
„Farðu að sofa blessað barnið smáa.
Brúkaðu ekki minnsta f jandans þráa . . .“
o. s. frv.
Dylst það engum, að í þessum tilfellum er brotin samræm-
isregla orðs og athafnar, og er ólíklegt að góða raun myndi