Eimreiðin - 01.07.1958, Síða 148
Tillögur um bókaútgafu
eftir Þorstein Valdimarsson.
Til stjórnar Rithöfundasambands íslands, Reykjavík.
Stjórn Rithöfundafélags íslands ræddi frumdrög að eftir-
farandi tillögum á fundi sínum í desember síðastliðnuin og'
samþykkti að koma þeim á framfæri við yður og æskja þess,
að þér ræðið þær hið fyrsta og takið afstöðu til hugmyndar-
innar og þeirra atriða sérstaklega, sem lúta að forgöngu Rh-
höfundasambands íslands um framkvæmd málsins.
I
Rithöfundasamband íslands beiti sér fyrir því, að stofnað
verði til útgáfu á úrvalsskáldritum íslenzkra nútímabókmennta
samkvæmt þeim tillögum, sem hér fara á eftir.
Grundvöllur þeirra er fyrst og fremst sú staðreynd um fjölda-
framleiðslu á bókum, að útgáfufyrirtæki, sem hefði 15.000
fasta kaupendur og gæfi út 5 bækur á ári, gæti selt þessar
bækur við 37 króna verði hverja, þannig að 5 bóka flokkur-
inn allur kostaði ekki meira en myndarleg bók kostar nú, og
þó greitt 200.000 kr. í höfundarlaun fyrir hverja bók.
Samkvæmt þeirn taxta, sem nú gildir í prentsmiðjum lands-
ins, er kostnaður við útgáfu 14 arka bókar í crown broti 1
15.000 eintökum sem hér segir:
Setning (leturstærð corpus) .... 12.740,00 kr.
Prentun ........................... 39.620,00 —
Pappír............................. 63.000,00 —
Prentun á kápu....................... 6.000,00 —
Karton í kápu........................ 4.000,00 —