Eimreiðin - 01.07.1958, Side 151
EIMREIÐIN
283
skóla, hvaða bækur yrðu lesnar þar árlega af útgáfubókunum
fimm.
4. Ætlazt væri til, að þeir foreldrar, sem eiga einn eða fleiri
nemendur í framhaldsskólum, yrðu kaupendur að flokkinum
öllum. Yrði hann seldur þeim við lægra verði, eða á 100 kr.
fimm bækurnar. Mismunurinn yrði 637.500 kr. miðað við það,
að 7500 heimili ættu nemendur í framhaldsskólum landsins.
Hann yrði greiddur að jöfnu af Menningarsjóði og Ríkisút-
gáfu námsbóka.
IV
1. Útgáfustjórn yrði skipuð fimm mönnum. Yrðu þrír þeirra
kosnir á aðalfundi Rithöfundasambands íslands, einn af
Henntamálaráði og einn af Landssambandi framhaldsskóla-
kennara. Stjórnin yrði kosin til þriggja ára og veldi sjálf fram-
kvamrdastjóra, sem starfaði í fjögur ár. Hann tæki hæfileg
ómakslaun, en annars yrði útgáfustjórnin ólaunuð.
2. Stjórnin réði tvo hæfa menn til að velja hinar árlegu út-
gáfubækur, og legðu þeir tillögur sínar fyrir útgáfustjórn.
Þeir yrðu launaðir til starfa, og yrði ekki látið uppskátt um
ráðningu þeirra eða starf, á meðan þeir gegndu því, en það
yrði lengst í þrjú ár samfleytt. Útgáfustjórnin færi að jafnaði
að tillögum þeirra og skæri úr, þar sem þá greindi á, eða vafi
þætti leika á um val bóka.
3. Útgáfa Menningarsjóðs og Ríkisútgáfa námsbóka sæju
um dreifingu bókanna, og væri jrað starf kostað af þeim. Bæk-
urnar yrðu sendar félagsmönnum með póstkröfu allar í senn,
"ema þær, sem dreift yrði í skólum, þar sem Ríkisútgáfa náms-
kóka og hlutaðeigandi kennarar myndu annast dreifingu og
innheimtu.
4- Útgáfa Menningarsjóðs færi með bókhald undir eftir-
'iti endurskoðenda og í samráði við útgáfustjórn. Menningar-
sjóður kostaði þá vinnu.
5. Þess yrði farið á leit, að bókafyrirtæki Menningarsjóðs,