Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 50
ÞÁTTUR STARFSFÓLKS LEIKSKÓLA i HLUTVERKALEIK BARNA
Tafla 7
Svör varðandi hlutverk starfsfólks í hlutverkaleik barna
Fyrsta Annað Þriðja Ekkert svar Alls
Gæta þess að enginn verði útundan 41,0% 24,7% 16,3% 18,0% 100%
Passa að enginn meiði sig 9,6% 16,8% 14,3% 59,3% 100%
Passa upp á að börnin séu að leika sér 12,2% 14,5% 16,6% 56,8% 100%
Gera athuganir 3,5% 7,0% 10,1% 79,4% 100%
Þróa leikinn 13,6% 18,4% 15,7% 52,4% 100%
Leika við börnin 17,7% 15,0% 18,8% 48,4% 100%
UMR/EÐA
Samantekt
Eins og áður sagði var tilgangur rartnsóknarinnar tvíþættur. í fyrsta lagi að fá upp-
lýsingar um hlutverk starfsfólks leikskóla í íslenskum leikskólum og kanna afskipti
þess af hlutverkaleiknum. I öðru lagi að fá innsýn í hugmyndafræði og skoðanir
starfsfólksins og hugmyndir þess um hlutverk fullorðinna í hlutverkaleik barna. Til
að athuga hið fyrra var gögnum safnað með athugunum og myndbandsupptökum
af atferli fullorðinna meðan börnin voru í hlutverkaleik. Til að athuga hið síðara var
spurningakönnun lögð fyrir starfsfólk.
Niðurstöður athugananna leiða í ljós að starfsfólkið var oft ekki viðstatt þegar
börnin léku sér og börnin léku sér oft ein í lokuðu herbergi. f spurningakönnuninni
var algengast að starfsfólkið segðist fylgjast óformlega með leiknum eða leyfa börn-
unum að leika sér einum en líta til þeirra af og til. Algengast var að þátttakendur
teldu hlutverk sitt í leiknum vera að sjá um að ekkert barn væri skilið útundan.
Þrátt fyrir þessi svör sagði meirihlutinn að hann teldi að starfsfólk leikskóla ætti að
hafa áhrif á leikinn.
Þegar starfsfólkið blandaði sér í leikinn þá stóð það aðallega utan við leikinn og
gerði athugasemdir utan þema hans. Athuganirnar gáfu ekki til kynna að starfs-
fólkið undirbyggi leikinn að öðru leyti en að skipuleggja húsnæði, tíma og efnivið.
Þegar spurt var um undirbúning leiksins í spurningakönnuninni svaraði meira en
helmingur þátttakenda að þeir undirbyggju leik barnanna, einungis 15% svöruðu
48