Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 80
SÉRHÆFÐ ÞEKKING KENNARA
Björg Helgadóttir:
Þeir [nemendur] bera minni virðingu fyrir fullorðnum en áður. Þeir eru ekki endi-
lega óþekkari en það er stærri hópur sem ekki vandar sig í framkomu við kennara.
Ég tel að þeir viti ekki betur. Þessi börn vantar uppeldi og það gengur lítið að aga
þau í skólanum efþað er ekki gert annars staðar.
Flestir viðmælenda telja þessar aðstæður, þ.e. þjóðfélagsbreytingar, „öðruvísi" grunn-
skólanemendur og álag í starfi því samfara, vera mikilvæga þætti við að meta
breytingar á kennarastarfinu á síðastliðnum þrjátíu árum. Margir þeirra telja þetta
greinilega þýðingarmestu breytingarnar á skólastarfi, enda þótt aðrir nefni fremur
breytta vinnuhætti við undirbúning kennslu.
Samstarf vegna sérkennslu og greiningar á sérþörfum
Samstarf við fleiri aðila, svo sem sérfræðinga á ýmsum sviðum og aðra kennara, er
mun meira en áður tíðkaðist. Ég geri hér grein fyrir viðhorfum er snerta samstarf
við aðra sérfræðinga um málefni nemenda. Aðrir sérfræðingar eru í þessu sam-
hengi m.a. menntaðir sérkennarar og sálfræðingar. Sérkennarar starfa ýmist í skól-
unum eða koma þangað sérstakar ferðir. Nánast einu sérfræðingarnir, sem voru
starfandi í kringum 1970, voru hins vegar fagkennarar en sérkennsla var gjarna innt
af hendi af góðum lestrarkennurum. Sérkennarar ársins 1997 eru yfirleitt, en þó
ekki án undantekninga, sérstaklega menntaðir til þess starfs. Þeir starfa í mörgum
tilvikum í skólunum, að hluta til sem almennir kennarar. Þeir sjá ekki einungis um
sérkennslu heldur ráðleggja þeir líka öðrum kennurum hvernig heppilegt sé að
taka á námsvanda barna. Slík ráðgjöf gerir auðvitað starf almenns kennara, hvort
heldur er bekkjar- eða fagkennara, léttara - en í mörgum tilvikum verður það þó
flóknara og meira krefjandi, m.a. af því að almennir kennarar þurfa að hafa yfirsýn
yfir ólík vandamál og úrræði til að leysa þau og hvorki geta, vilja né mega vísa
vandanum til annarra.
Samstarf við ólíka aðila krefst skipulagningar og hæfni í samskiptum og því
fylgir umtalsvert álag í starfi. Viðmælendur mínir gera hér grein fyrir þróun í þess-
um efnum.
Birta Káradóttir:
Áður fyrr leysti ég öll mál sem upp komu inni í stofu. Börnin almennt voru yfir-
vegaðri og tóku þátt í að hjálpa þeim er áttu erfitt. Núna eru málin alvarlegri og
kennarar leysa þau gjarna ekki nema í samvinnu við stjórnendur og sérfræðinga.
Þórunn Ragnarsdóttir:
Við aukin vandamál í skólunum er meira svigrúm til samvinnu um málefni nem-
enda nauðsynlegt. Námsráðgjafi vinnur með umsjónarkennara, sérkennara, stjórn-
endum og öðrum sérfræðingum eftir atvikum, t.d. í sambandi við ofbeldismál sem
hafa komið upp. Til verða formleg ferli. í þeim er umsjónarkennari lykilaðili sem er
studdur af ofangreindum aðilutn. Svo er til nemendaverndarráð skipað fagaðilum
sem hann vinnur með. Og loks koma foreldrar til sögu. Allt þetta gerir starfkenn-
ara mun flóknara en áður þegar hann sinnti fyrst og fremst sinni námsgrein eða
bekk.
78