Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 16
ERU STELPUR TRÚAÐRI E N STRÁKAR?
Því er ekki að neita að það kemur á óvart varðandi bænakunnáttu barnanna
hve mikill munurinn er á milli stráka og stelpna. Annaðhvort eru strákarnir latari
við að nefna bænir sem þeir kunna eða þeir kunna einfaldlega mun færri bænir en
stelpur. Sú er líklega raunin þar sem munurinn er það mikill að hann verður varla
skýrður með því einu að strákarnir hafi verið latari við að tilgreina bænir sem þeir
kunna þótt það kunni að vera hluti skýringar. I þessu sambandi er rétt að benda á
að stelpur biðja almennt mun meira en strákar (sbr. Mynd 2).
Fleira vekur athygli varðandi bænir og hugmyndir um bænir þegar kynin eru
borin saman. Til dæmis kemur í ljós að heldur algengara er að stelpur líti svo á að í
bæn tali þær við Guð (54% á móti 47%) meðan strákarnir líta frekar svo á að með
bæn hughreysti þeir sig (18% á móti 13%) eða hugsi um eitthvað gott (26% á móti
22%). Þetta er e.t.v. ekki afgerandi munur en munur þó. Þegar spurt var um bæn-
heyrslu kom hins vegar meiri munur í ljós þannig að hærra hlutfall stelpna en
stráka telur sig fá bænheyrslu. 60% stelpna telja sig fá bænheyrslu oft eða stundum
en meðal stráka er hlutfallið 47%. Þá telja tæp 23% stráka sig sjaldan eða aldrei fá
bænheyrslu meðan hlutfallið er aðeins 13,5% meðal stúlkna.
Þegar dregnar eru saman helstu niðurstöður varðandi bænaiðkun og reynslu af
bæn kemur í ljós að bænaiðkun og bænakunnátta barnanna er töluverð. Tvö af
hverjum þremur biðja oft eða stundum, flest kunna bænina Faöir vor og mjög mörg
tilgreina aðrar bænir sem þau kunna. Stelpur eru almennt bænræknari en strákar,
hærra hlutfall þeirra kann bænina Faðir vor og þær kunna mun fleiri bænir en þeir.
Þá er það algengara viðhorf meðal stelpna en stráka að bæn sé samtal við Guð og
töluvert hærra hlutfall stelpna telur að Guð svari bænum þeirra.
Þátttaka í kristilegu æskulýðsstarfi
Spurt var um þátttöku í kristilegu eða kirkjulegu æskulýðsstarfi. Markmiðið var að
kanna þátttöku barnanna og unglinganna í slíku starfi, einkum með tilliti til þess
hversu mikilvæg slík þátttaka hefur verið í trúarlegri uppeldismótun þeirra. Fyrst
var spurt almennt um þátttöku í kristilegu félagsstarfi. í ljós kom að rúm 35% höfðu
ekki tekið þátt í neinu kirkjulegu eða kristilegu æskulýðsstarfi, tæp 30% merkja við
starf KFUM/KFUK og rúmlega 20% við barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar. Milli
fimm og sex prósent tilgreindu bæði KFUM/KFUK og æskulýðsstarf kirkjunnar og
tæp 9% annað. Þegar kynin eru borin saman sést að stelpur eru mun virkari þátt-
takendur í kristilegu æskulýðsstarfi en strákar (sjá Mynd 4).
A myndinni sést að 45% stráka hafa ekki tekið þátt í kristilegu æskulýðsstarfi
en aðeins 26% stelpna. Þegar börnin voru spurð hvort þau tækju núna þátt í kristi-
legu æskulýðsstarfi kom í ljós að mikill minnihluti þeirra gerir það eða 22,1%. Þegar
kynin eru borin saman sést sem fyrr að stelpur eru þó virkari, því 28% þeirra tóku
þátt í kristilegu æskulýðsstarfi þegar spurt var en aðeins 15,7% stráka.
Einnig var spurt hve oft börnin fara í kirkju. Samanburður milli kynjanna sýnir
svipaða mynd og áður, þ.e. að stelpurnar fara oftar í kirkju eða á kristilegar sam-
komur en strákar. Þannig fara tæp 33% stráka aldrei í kirkju á móti rúmum 23%
stelpna. Rúm 19% stelpna fara viku- eða mánaðarlega en tæp 14% stráka.
Þegar dregnar eru saman niðurstöður um þátttöku barna og unglinga í kirkju-
24