Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 66
HEIMA E R BEST
klæðast og snyrta sig og taka lyf, að snæða morgunverð, ekur honum til og frá
vinnu og styður hann á vinnustað. Benedikt kemur úr vinnu á bilinu 14.00-15.30.
Annar starfsmaður kemur um kl. 15.30 (samræður og samráð). Sá starfsmaður sér
um að aðstoða Benedikt við hvað annað sem hann þarfnast (fer með hann í sjúkra-
þjálfun, tónlist, hestbak, sund, í verslanir eða það annað sem fyrir liggur hvern
dag). Starfsmaðurinn sér um að aðstoða Benedikt við matarkaup, elda og ganga frá
mataráhöldum í samvinnu við Benedikt og sambýlismann hans eða gesti. Starfs-
maður aðstoðar Benedikt í háttinn og gefur honum lyf.
Morgunstarfsmaður þarf alltaf að vera að störfum frá kl. 7.30 virka daga og til
taks frá kl. 8.00 á helgidögum. Hann starfar átta tíma vinnudag. Aðstoðarmaður
síðdegis vinnur alltaf frá 15.30 en ýmist fram til 22.30 eða lengur. Starfsmennirnir
tveir vinna 40 stunda vinnuviku að jafnaði en hlutastarfsmaður allt að 30 stundir
(og sveigjanlega).
Starfsmenn skuldbinda sig til að segja einungis upp með tveggja mánaða fyrir-
vara. Starfsmenn aðstoða við að velja næsta starfsmann og kenna honum.
„Umboðsmaður"9
Umboðsmaður er starfsmaður Benedikts og lykilmaður í skipulagi og réttindagæslu
fyrir hann. Hann ber ábyrgð á því að áætlanir sem byggjast á fyrrgreindum markmið-
um og persónu Benedikts verði annað og meira en orðin tóm. Hann tryggir samhengi
orða og athafna. Umboðsmaður er ráðinn til starfa og fær greitt fyrir 25-30 stunda
vinnu á mánuði, allan ársins hring á yfirvinnutaxta sérfræðings. Umboðsmaður skuld-
bindur sig til að hætta ekki starfinu nema að hann ráði og þjálfi staðgengil.
Umboðsmaður er fulltrúi Benedikts gagnvart starfsfólki hans, ólaunuðu stuðn-
ingsfólki, ættingjum og stuðningshópi (Dóra Bjarnason 1995 og 1999). Hann sér um
að ráða og þjálfa starfsfólkið, að tryggja að hvergi verði rof í stuðningskerfinu.
Hann annast fyrir hönd Benedikts um starfsleit, bréfaskriftir og pappírsvinnu, styð-
ur við félagslegt samhengi og samskipti Benedikts við ættingja og vini og gætir rétt-
ar Benedikts í hvívetna.
Umboðsmaður er talsmaður Benedikts en er jafnframt ábyrgur andspænis „stuðn-
ingshópi" Benedikts og fjárhaldsmönnum. Umboðsmaðurinn þarf að geta unnið
sveigjanlega, því starfið getur þarfnast tiltölulega lítils vinnuframlags suma mánuði
en meira aðra. Gott er að umboðsmaður hafi starfsréttindi sem þroskaþjálfi,10 kenn-
ari, félagsráðgjafi, lögfræðingur eða hafi sambærilega menntun eða að viðkomandi
sé í framhaldsnámi á einhverju þessara sviða. Umboðsmannsstarfið er eðli máls
samkvæmt ekki fullt starf. Umboðsmaður er ekki forstöðumaður sambýlis (sjá
nánar Ferguson 1994 og Ferguson og Ferguson 1996).
„Stuðningshópur" og „fjárhaldsmenn" Benedikts geta saman sagt „umboðsmanni"
upp ef upp kemur rökstuddur grunur um að viðkomandi hafið brotið rétt á Bene-
dikt eða sinni ekki starfi sínu.
9 Sjá drög að starfslýsingu f Viðauka I.
111 Starfsfólk við þroskaþjálfaskor Kennaraháskóla íslands hefur tjáð mér að það hafi fullan hug á að bjóða upp á
sérhæft nám sem menntað gæti „umboðsmenn" og að ýmislegt í námi þroskaþjálfa gagnist vel í vinnu í þessu
nýja líkani.
64