Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 52

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 52
ÞÁTTUR STARFSFÓLKS LEIKSKÓLA Í HLUTVERKALEIK BARNA starfsfólkinu ýmsar aðferðir sem heillavænlegt væri að nota til að taka þátt í og hafa áhrif á leik bama. Hún fylgdist síðan með samskiptum starfsfólksins við bömin og gerði athuganir á því hvemig það notaði þessar aðferðir. Hún fann að starfsfólkið notaði aðferðimar ekki og tók mjög sjaldan þátt í hlutverkaleik barnanna. Niðurstaða hennar var sú að starfsfólkinu fyndist óþægilegt að taka þátt í leiknum og teldi að leikurinn þróaðist af sjálfum sér og þess vegna ættu fullorðnir að halda sig fjarri. Hugsanlegar skýringar Hugsanlega er hægt að leita skýringa á mismunandi hlutverkum og þátttöku starfs- fólks í leik barna í mismunandi hugmyndafræði. Kohlberg og Mayer (1972) flokk- uðu hugmyndafræðistrauma í þrennt, þ.e. menningarmiðlunarstefnu, rómantíska stefnu og framfarastefnu. Samkvæmt menningarmiðlunarstefnunni ætti að leggja mikla áherslu á íhlutun í leik og stjórnun og kennslu af hálfu kennarans. Róman- tíska stefnan leggur til að börnin leiki sér án nokkurrar íhlutunar. Framfarastefnan leggur til íhlutun í leik barna eftir vandlegar athuganir, m.a. á þroska þeirra og áhuga (Shin 1989, Spidell 1985). Niðurstöður rannsóknar minnar gefa til kynna að starfsfólk íslenskra leikskóla aðhyllist nokkuð rómantíska hugmyndafræði. Það er reyndar ekki óeðlilegt þar sem straumar frá Norðurlöndum hafa haft mikil áhrif á íslenska leikskóla gegnum árin, en leikskólar þar eiga djúpar rætur í fröbelskri hug- myndafræði (Lindqvist 1995). Aðra skýringu á uppeldis- og kennsluaðferðum leikskólakennara má rekja til bakgrunns þeirra og uppeldis svo og menningar viðkomandi þjóðar. Ýmsir fræði- menn hafa lagt áherslu á hlutverk þjóðmenningar í þroska og kennslu barna og framlag bama við mótun hennar (Bowman 1993). Bruner (1986) talar um að menn- ing hafi mjög mikil áhrif á líf manna og hugsun og að líf okkar sé aðeins skiljanlegt fyrir aðra ef við skiljum viðkomandi þjóðmenningu. Bruner talar um að öll menn- ingarsamfélög hafi það sem hann kallar menningarsálfræði sem eru undirliggjandi hugmyndir fólks um tilhneigingar mannsins og hugmyndir um hvernig hugur okkar og annarra starfar. Við lærum menningarsálfræði okkar snemma til að geta tekið þátt í mannlegum samskiptum. Menningarsálfræði er sem sagt kerfi þar sem fólk skipuleggur reynslu sína, þekkingu á og framkvæmdir í félagslegum heimi. Bruner líkir lífi okkar við leiksvið. Þegar við hefjum þátttöku í lífinu er leikritið þegar hafið. Leikrit þar sem efnisþráðurinn er ekki með öllu ákveðinn en stjómar því hvaða hlutverk við leikum og að hvaða marki við stefnum. Hinir á sviðinu vita um hvað leikritið fjallar og geta því gert samninga við þann nýkomna. Bruner og Olson (1996) hafa gert tilraun til að tengja þessa fræðilegu hugmyndafræði við veruleikann á starfsvettvanginum og tala annars vegar um menningarsálfræði (folk psychology) og menningaruppeldisfræði (folk pedagogy). Þeir telja að kennsla end- urspegli menningaruppeldisfræði kennaranna. Mismunur milli kennara og mismun- andi kennsluaðferðir endurspegli ólíkar hugmyndir og skoðanir á nemandanum. Hröð þéttbýlismyndun og þjóðfélagsbreytingar hafa haft gífurleg áhrif á ís- lenskt samfélag á þessari öld. Efnahagur þjóðarinnar breyttist mjög á þessum tíma. í upphafi aldarinnar var atvinnulíf mjög einhæft og ísland var eitt fátækasta ríki í Evrópu en er í dag eitt af fimm löndum í heiminum þar sem lífsafkoma er best 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.