Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 111

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 111
ÞURIÐUR JONA JOHANNSDOTTIR Verkefni rannsakandans er að endurgera, túlka og koma á framfæri einhverjum mikilvægum þáttum í þeirri sögu sem viðmælandinn segir af lífi sínu. Ef það á að takast þarf góða samvinnu og gagnkvæmur skilningur þarf að ríkja milli rannsak- anda og viðmælanda. Á seinni árum hafa fræðimenn, ekki síst fyrir áhrif femínista, lagt áherslu á að rödd viðmælandans njóti sín í greinargerðum um rannsókiiina (Hitchcock and Hughes 1995:188). Þetta fannst mér eftirsóknarvert markmið. Réttmæti og áreiðanleiki eru umdeild hugtök í þessu samhengi. Hin hefð- bundna skilgreining gengur út frá að irmra réttmæti vísi til þess hvort sú mynd sem rannsókin dregur upp af veruleikanum standist samanburð við veruleikann og ytra réttmæti hvort alhæfa megi um niðurstöðuna. Áreiðanleiki snýst um líkurnar á að niðurstöður yrðu þær sömu væri rannsóknin endurtekin. Þetta á augljóslega ekki við ef rannsóknin er gerð til þess að lýsa einstökum tilvikum en ætlar sér ekki að komast að almennum reglum eins og oft er í eigind- legum rannsóknum. Fræðimenn sem aðhyllast hugmyndir póststrúktúralista halda því fram að réttmæti rannsókiTarniðurstöðu byggist á því hversu trúverðugur og marktækur textinn er. I skrifunum reyni ég að hafa það að leiðarljósi að röklegt samhengi og tilvitnanir bæði í rannsóknargögn mín og rannsóknir annarra stuðli að því að gera textann trúverðugan (sbr. 0sterud 1998:125). Réttmæti gagnanna hef ég sannreynt með margprófun (triangulation) sem felst í að beita öðrum aðferðum við athugun og máta það við niðurstöður úr meginrann- sókninni. Þannig fylgdist ég með kennslustund hjá Heklu, fékk tölvupóst frá nem- endum hennar og kynnti mér afrakstur vinnu hennar með nemendum á Netinu. Einnig hefur Hekla lesið yfir texta mirtn til að tryggja að ekkert sé missagt eða rangtúlkað. Þar sem svo mikið af verkum Heklu á því sviði sem ég er að rannsaka er hverjum sem er aðgengilegt á Netinu er auðvelt að nýta sér þau til margprófunar. Gagnasöfnun fór fram á tímabilinu 28. október til loka nóvember 1998. Ég byrj- aði á að taka einnar klukkustundar langt opið viðtal við Heklu. Síðan gerði ég vett- vangsathugun þann 4. nóvember í kennslustund hjá henni. Þar fylgdist ég með nýjasta verkefni Heklu á sviði tilrauna við að nýta upplýsingatækni til að bæta skólastarf. Ég fékk í hendur nákvæm gögn um hvernig hún stóð að undirbúningi þess og fylgdist auk þess með framvindu verksins á Netinu. Megináhersla mín var þó á hvernig reynsla Heklu eða samtímaleg lífssaga svaraði þeim rannsóknarspurn- ingum sem ég lagði upp með þannig að viðtalið við hana varð mín aðalheimild en vettvangsathugunina og önnur gögn, m.a. á vefnum, notaði ég eins og fyrr segir til að margprófa réttmæti þess sem fram kom í viðtalinu. Ég velti mikið fyrir mér hvernig form og stíl best væri að nota til að kynna niðurstöður mínar þannig að þær vektu áhuga væntanlegra lesenda. Karen Golden- Biddle og Karen D. Locke fjalla ágæta vel um hvernig megi fara að því að spinna söguþráð í eigindlegum rannsóknarniðurstöðum. í smiðju þeirra sótti ég líkan til að styðjast við en það byggist á því að láta gögnin tala í upphafi og túlka þau síðan í fræðilegu samhengi á eftir. Fræðilega samhengið er byggt á gögnunum en það verður síðan gagnkvæmt á þann hátt að til þess að gögnin verði trúverðug þurfa þau á fræðilegu samhengi að halda en það er skoðað í ljósi annarra rannsókna (Golden-Biddle og Locke 1997:62, 65). 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað: 1. Tölublað (01.01.1999)
https://timarit.is/issue/312498

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. Tölublað (01.01.1999)

Aðgerðir: