Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 70
HEIMA E R BEST
VIÐAUKII
Starfslýsing fyrir umboðsmann
Ábyrgð
Umboðsmaður ber ábyrgð á því að aðstoða vinnuveitanda sinn við að skipuleggja, stýra
og samhæfa nauðsynlega persónulega þjónustu. Umboðsmaður veitir upplýsingar, held-
ur við og eflir persónuleg og önnur félagsleg tengsl vinnuveitanda síns, og stuðlar að því
að hann geti sjálfur skipulagt og stýrt persónulegri þjónustu sinni og aðstoðarfólki. Um-
boðsmanni ber skylda til að kynna sér þarfir, óskir og smekk, gildi og menningu vinnu-
veitanda síns og fjölskyldu hans. Umboðsmaður er ábyrgur gagnvart vinnuveitanda
sínum og stuðningshópi hans en starfsmaður félagsskrifstofu viðkomandi sveitarfélags
veitir honum stuðning og aðhald. Umboðsmaður skuldbindur sig til að hætta ekki störf-
um að öðru jöfnu fyrr en hann hefur fundið eftirmann sinn og kennt honum starfið.
Skyldur
Skyldur umboðsmanns fela meðal annars í sér, en einskorðast ekki við eftirfarandi:
- að tryggja að öll þjónusta taki mið af markmiðum og því „hver viðkom-
andi vinnuveitandi er"
- að aðstoða vinnuveitanda sinn við að gera áætlanir, stýra og samhæfa
persónulega þjónustu
- að aðstoða vinnuveitanda sinn við að leita að, ráða, kenna og stjórna að-
stoðarfólki
- að afla upplýsinga um aðstöðu, gögn og gæði í samfélaginu sem vinnu-
veitandinn kann að vilja nýta og stuðla að því að hann komist um og geti
nýtt sér slíkt
12
- að samhæfa framkvæmd á ISP (individual support plan) og áætlun um
a thafni r / aðgerðir
- að styðja við samskipti og upplýsingaflæði milli fólks í stuðningsneti vinnu-
veitanda síns
- að fylgja vinnuveitanda sínum og vera fulltrúi hans og málsvari við ýmsar
formlegar aðstæður svo sem á fundum, opinberum samkomum eftir því
sem þurfa þykir
- að stuðla að því að lífsgæði vinnuveitandans miðist stöðugt við að tryggja
honum viðeigandi lífsstíl og bætt líf
Hæfni -forsendur
Umboðsmaður þarf að uppfylla eftirfarandi skilyrði:
- hafa a.m.k. eins árs reynslu afþví að vinna með þroskaheftu/fjölfötluðu fólki.
- hafa eins árs reynslu af því að vinna í félagsþjónustukerfinu, mennta-
kerfinu eða við stjórnunarstörf.
12 Áætlun sem stuðningshópur leggur drög að og snýst um skipulag á stuðningi við líf fötluðu manneskjunnar
og er byggt á upplýsingum um hver hún eða hann er. Umboðsmaður útfærir slíka áætlun í samráði við einn
eða fleiri úr stuðningshópnum og sér síðan um að samhæfa framkvæmd.
68