Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 78

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 78
SERHÆFÐ ÞEKKING KENNARA bréfið. Viðtölin á höfuðborgarsvæðinu hófust þegar viðtölunum fyrir norðan var lokið. Þá hafði ég þann hátt á að senda bréf fyrst en hringja síðan og panta viðtal. Viðtölin tóku yfirleitt ekki skemmri tíma en eina og hálfa klukkustund. Stysta viðtalið var tæp klukkustund og lengsta viðtalið var um þrjár klukkustundir. Með- an á viðtölunum stóð handskrifaði ég punkta sem ég hreinritaði þegar ég kom heim. Ég skipulagði hreinritið eftir fyrirfram ákveðinni beinagrind efnisatriða en ekki í þeirri röð sem í raun var rætt um þessi efnisatriði í viðtölunum. Þegar ég hafði lokið uppritun viðtalsins sendi ég viðmælendum viðtalið til að gera athuga- semdir, auk þess sem ég spurði flesta viðmælendur um nokkur atriði til viðbótar. Þetta síðara viðtal, sem var fellt inn í hið fyrra, fór yfirleitt fram í síma. Nokkrir viðmælendur skiluðu stuttum skriflegum athugasemdum. Við úrvinnslu las ég viðtölin með það fyrir augum að finna allt sem ég taldi að lyti að meiri sérhæfni kennarastarfsins nú en um 1970. Ég segi í næsta kafla frá dæmum um viðbrögð kennara. Ég nota að verulegu leyti orð kennaranna sjálfra en hef dregið efnið saman í nokkur stef sem ég geri grein fyrir hér á eftir. Tekið skal fram að þegar vitnað er í einhvern kennaranna 19 er það undir dulnefni. ÍSLENSKIR GRUNNSKÓLAKENNARAR UM BREYTINGAR Á KENNARASTARFINU SÍÐAN 1970 Eins og áður hefur verið sagt frá miðar viðtalsrannsóknin sem ég gerði veturinn 1996-1997 að því að meta hvort breytingar á kennarastarfinu hafi leitt til þess að starfið sé orðið vandasamara og flóknara en það var um 1970 og hvort það krefjist sérhæfðari þekkingar og leikni en það gerði þá. Ég spurði kennarana um helstu breytingar á viðfangsefni starfsins, kennsluaðferðum, námsefni, vinnulagi og tilætl- unum foreldra, barna og samfélags. Enn fremur spurði ég um áhrif samfélagsbreyt- inga á kennarastarfið og hvað kennarar hefðu gert til að mæta breytingum á ofan- greindum atriðum. Ef ég sá ástæðu til spurði ég viðmælanda hvort hann teldi við- fangsefnið flóknara en þegar hann hóf starf á árunum 1969-1972. í flestum tilvik- um, en þó ekki öllum, var því svarað játandi. Hér á eftir fjalla ég um þau efnissvið sem mér fundust sýna einna skýrastar breytingar. Þessi efnisatriði eru í fyrsta lagi breytt samfélag og „erfiðari" börn sem leiða af sér meira álag í starfi, í öðru lagi samstarf um sérkennslu og greiningu á sérþörfum, í þriðja lagi skipulag kennslu, þ.e. vinnubrögð við undirbúning og kennsluhætti, og loks námsmat. Önnur efnisatriði, svo sem aukið og breytt for- eldrasamstarf og mat á skólastarfi, komu einnig við sögu í viðtölunum, en mun sjaldnar. Breytt þjóðfélag - „erfiðari" börn - meira krefjandi starf! Flestir viðmælenda telja að þjóðfélagsbreytingar síðustu þriggja áratuga hafi haft mikil áhrif á skólastarf. Flestir lögðu áherslu á að margir þættir uppeldis, sem áður voru í höndum heimila, hafi færst inn í skóla eða þeim væri minna sinnt. Þetta telja þeir að hafi áhrif á skólastarfið með margvíslegu móti, t.d. á þann hátt að nú- tímabörn séu „öðruvísi" en börn um 1970 og þau geri margvíslegar kröfur sem 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.