Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 78
SERHÆFÐ ÞEKKING KENNARA
bréfið. Viðtölin á höfuðborgarsvæðinu hófust þegar viðtölunum fyrir norðan var
lokið. Þá hafði ég þann hátt á að senda bréf fyrst en hringja síðan og panta viðtal.
Viðtölin tóku yfirleitt ekki skemmri tíma en eina og hálfa klukkustund. Stysta
viðtalið var tæp klukkustund og lengsta viðtalið var um þrjár klukkustundir. Með-
an á viðtölunum stóð handskrifaði ég punkta sem ég hreinritaði þegar ég kom
heim. Ég skipulagði hreinritið eftir fyrirfram ákveðinni beinagrind efnisatriða en
ekki í þeirri röð sem í raun var rætt um þessi efnisatriði í viðtölunum. Þegar ég
hafði lokið uppritun viðtalsins sendi ég viðmælendum viðtalið til að gera athuga-
semdir, auk þess sem ég spurði flesta viðmælendur um nokkur atriði til viðbótar.
Þetta síðara viðtal, sem var fellt inn í hið fyrra, fór yfirleitt fram í síma. Nokkrir
viðmælendur skiluðu stuttum skriflegum athugasemdum.
Við úrvinnslu las ég viðtölin með það fyrir augum að finna allt sem ég taldi að
lyti að meiri sérhæfni kennarastarfsins nú en um 1970. Ég segi í næsta kafla frá
dæmum um viðbrögð kennara. Ég nota að verulegu leyti orð kennaranna sjálfra en
hef dregið efnið saman í nokkur stef sem ég geri grein fyrir hér á eftir. Tekið skal
fram að þegar vitnað er í einhvern kennaranna 19 er það undir dulnefni.
ÍSLENSKIR GRUNNSKÓLAKENNARAR UM BREYTINGAR
Á KENNARASTARFINU SÍÐAN 1970
Eins og áður hefur verið sagt frá miðar viðtalsrannsóknin sem ég gerði veturinn
1996-1997 að því að meta hvort breytingar á kennarastarfinu hafi leitt til þess að
starfið sé orðið vandasamara og flóknara en það var um 1970 og hvort það krefjist
sérhæfðari þekkingar og leikni en það gerði þá. Ég spurði kennarana um helstu
breytingar á viðfangsefni starfsins, kennsluaðferðum, námsefni, vinnulagi og tilætl-
unum foreldra, barna og samfélags. Enn fremur spurði ég um áhrif samfélagsbreyt-
inga á kennarastarfið og hvað kennarar hefðu gert til að mæta breytingum á ofan-
greindum atriðum. Ef ég sá ástæðu til spurði ég viðmælanda hvort hann teldi við-
fangsefnið flóknara en þegar hann hóf starf á árunum 1969-1972. í flestum tilvik-
um, en þó ekki öllum, var því svarað játandi.
Hér á eftir fjalla ég um þau efnissvið sem mér fundust sýna einna skýrastar
breytingar. Þessi efnisatriði eru í fyrsta lagi breytt samfélag og „erfiðari" börn sem
leiða af sér meira álag í starfi, í öðru lagi samstarf um sérkennslu og greiningu á
sérþörfum, í þriðja lagi skipulag kennslu, þ.e. vinnubrögð við undirbúning og
kennsluhætti, og loks námsmat. Önnur efnisatriði, svo sem aukið og breytt for-
eldrasamstarf og mat á skólastarfi, komu einnig við sögu í viðtölunum, en mun
sjaldnar.
Breytt þjóðfélag - „erfiðari" börn - meira krefjandi starf!
Flestir viðmælenda telja að þjóðfélagsbreytingar síðustu þriggja áratuga hafi haft
mikil áhrif á skólastarf. Flestir lögðu áherslu á að margir þættir uppeldis, sem áður
voru í höndum heimila, hafi færst inn í skóla eða þeim væri minna sinnt. Þetta telja
þeir að hafi áhrif á skólastarfið með margvíslegu móti, t.d. á þann hátt að nú-
tímabörn séu „öðruvísi" en börn um 1970 og þau geri margvíslegar kröfur sem
76