Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 104

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 104
ÁRANGUR SEM ERFIÐI? Þátttakendur segjast hafa öðlast nýjan skilning á notkun upplýsingatækninnar og hvernig hún tengist markmiðssetningu í kennslunni, sem tæki í þágu kennara er þróaðist í sífellu og hefði þannig síbreytileg áhrif á starf kennara sem hana notaði. Væntingar og skilningur á þessu hafi breyst við þátttöku í námskeiðinu, þar sem ljóst var að kennsla um upplýsingatæknina var mikilvæg á annan hátt en vænst hafði verið. Þótt lögð væri áhersla á notkun ýmiss tæknibúnaðar var fyrst og fremst fjallað um markmið og útfærslu stærðfræðikennslunnar. Hagnýting Augljóslega hefur námskeiðið haft áhrif á þátttakendur og fengið kennara til að skoða stærðfræðina að nokkru í nýju ljósi. „Það er hlustað meira á útskýringar barnanna... Rökleiðsla þeirra skiptir meginmáli", segir einn viðmælenda. Annar segir: „Það sem mér finnst áhugaverðast er hvað það hefur hreyft við kennara- hópnum hérna." Einn bendir á að gagnlegt hafi verið að fá ábendingar um vefslóðir og að þær hafi verið nýttar. Einn viðmælandi tekur fram að hann muni nota hug- myndir frá námskeiðinu næst þegar hann fær nemendahóp, en hann kenndi sér- greinar á þessum tíma. Annar kennari gat þess að áherslur í stærðfræðikennslu sem rekja má til námskeiðsins muni væntanlega koma fram í skólanámskrá við næstu endurskoðun hennar. Einn viðmælandi segist hafa reynt að vinna með umhverfið og nokkrir nefna aukna áherslu á notkun vasareikna og tölvu í kennslu. HINDRANIR Allir viðmælendur voru spurðir um hvaða hindranir hefðu helst staðið í vegi fyrir því að þeir nýttu sér efni námskeiðanna. Skipta má svörunum í tvo flokka, annars vegar atriði sem lúta að ytri skilyrðum og hins vegar að huglægum þáttum. Dæmi um fyrri flokkinn eru eftirfarandi: Skortur á kennslugögnum í stofum, skortur á tækniþekkingu, efniskostnaður, aðgangur að sérstofu, of fáar kennslustundir. Dæmi um seinni flokkinn eru: Kjark skortir til að hefjast handa, aukinn stuðning þarf til að læra meira, áhugaleysi meðal kennara, hugmyndin fær ekki hljómgrunn í skólanum, þ.e. kennarar þekkja hana ekki, erfitt að þurfa að vera einn að prófa sig áfram. UMRÆÐA Þessi athugun á fjórum endurmenntunarnámskeiðum sem 50 kennarar sóttu sýnir að námskeiðin hafa öll haft talsverð áhrif á þátttakendur eins og við mátti búast. Kennarar fara af námskeiðunum með góðar hugmyndir sem þeir segjast treysta sér til að hrinda í framkvæmd og virðast hafa til þess fullt þor. Langflestir kennarar fara á þessi námskeið að eigin frumkvæði. Orðið kveikja kemur fyrst upp í hugann þegar áhrifin eru athuguð. Það kemur skýrt fram í viðtölum og tölulegu mati að námskeiðin hafa öll vakið áhuga eða komið tii móts við mikinn áhuga. Ekki verður hér farið mjög nákvæmlega í saumana á hugtakinu áhrif en nota- drjúgt er að líta hér á það í tvíþættri merkingu. Annars vegar er um að ræða áhrif á 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.