Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 164
SKÓUNN OG FÉLAGSLEGAR FRAMFARIR
nú lifum þurfum ekki að fara nema eina, tvær eða í mesta lagi þrjár kynslóðir aftur
til að vera stödd í tíma þegar heimilið og nágrenni þess var í raun sú miðstöð þar
sem unnin voru öll helstu iðnaðarstörfin. Fötin sem fólkið klæddist voru að mestu
leyti búin til á heimilinu; heimilisfólkið hafði líka venjulega náin kynni af rúningu
kindanna, kembingu og spuna ullarinnar og notkun vefstólsins. í stað þess að ýta á
hnapp og fylla húsið með rafljósi var fylgst með gerð ljósfæranna á hinni löngu og
erfiðu leið frá því að skepnan var felld og fitan brædd til þess er kveikir voru snúnir
og kertin steypt. Mjöls, timburs, matvæla, byggingarefna, húsgagna, jafnvel málm-
vöru, nagla, hjara, hamra o.s.frv. var aflað í næsta nágrenni, á verkstæðum sem
voru stöðugt opin til skoðunar og oft miðstöðvar fyrir samkomur fólksins í hverf-
inu. Allt iðnaðarferlið var sýnilegt, frá framleiðslu hráefnarma á búinu þar til full-
unnar vörur voru í raun og veru teknar í notkun. Og ekki nóg með það, heldur átti
nánast allt heimilisfólkið sína hlutdeild í vinnunni. Börnunum voru smátt og smátt,
eftir því sem þeim óx fiskur um hrygg, kynntir leyndardómar vinnubragðanna.
Tengslin voru bein og persónuleg og leiddu jafnvel til virkrar þátttöku í vinnunni.
Við getum ekki horft fram hjá þeim aga og skapgerðarmótun sem þetta líf fól í
sér: þjálfun í reglusemi og iðjusemi og í ábyrgðarkennd, skyldu til að gera eitthvað,
að búa eitthvað til. Það var alltaf eitthvað sem í raun og veru þurfti að gera og
brýna nauðsyn bar til að hver heimilismaður sinnti sínum hlut af trúmennsku og í
samvinnu við aðra. Menn sem urðu dugandi í starfi voru þjálfaðir og reyndir á
vettvangi starfsins. Við getum heldur ekki horft fram hjá því hve mikilvæg voru í
menntunarskyni hin nánu og persónulegu kynni af náttúrunni sem fengust milli-
liðalaust af raunverulegum áhöldum og efnum, af raunverulegri beitingu þeirra, og
þekkingin á hlutverki þeirra í samfélaginu. í öllu þessu fólst stöðug þjálfun í
athugun, hugvitssemi, skapandi ímyndunarafli, rökhugsun og veruleikaskyni sem
fékkst með beinni snertingu við raunverulega hluti. Hin menntandi áhrif frá spuna
og vefnaði á heimilinu, sögunarmyllu, kornmyllu, verkstæði beykisins og járn-
smiðjunni voru stöðugt að verki.
Engin verkleg kennsla, í formi sýnikennslu, hversu mikil sem hún er, fer nærri
því að koma í staðinn fyrir þau kynni við jurtir og dýr í sveitinni sem fást með því
að lifa í raun og veru meðal þeirra og annast um þau. Engin þjálfun skynfæranna í
skólanum, innleidd í þjálfunarskyni, kemst í námunda við að vera samkeppnisfær
við þá snerpu og fyllingu skynjunar sem kemur með daglegum kynnum af algeng-
um störfum og áhuga á þeim. Orðaminni er hægt að þjálfa með því að læra utan að
sérstök verkefni, hægt er að öðlast vissa ögun í rökhugsun með námi í náttúrufræði
og stærðfræði. En, þegar öll kurl koma til grafar, er þetta nokkuð fjarlægt og óraun-
verulegt samanborið við þá þjálfun í athygli og dómgreind sem fæst með því að
þurfa að vinna verk þar sem raunverulegur tilgangur býr að baki og raunverulegur
árangur er fram undan. Nú hafa samþjöppun iðnaðar annars vegar og verkaskipt-
ing hins vegar nánast útrýmt heimilis- og hverfastörfum - alltént sem menntandi
áhrifavöldum. En það gagnar ekkert að harma það að góðu gömlu dagarnir þegar
börn voru hógvær, lotningarfull og hlýðin eru horfnir, ef við væntum þess að geta
fengið þá aftur með harmakveinum einum og áminningum. Það eru grundvallarað-
stæður sem hafa breyst og ekkert dugar nema jafn róttækar breytingar á sviði skóla-
162