Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 116

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 116
FRUMKVÖÐLAR OG ANNAÐ FÓLK í ÓLGUSJÓ UPPLÝSINGA Fyrst skal nefna frumkvöðlana sjálfa sem eru áræðnir og til í að prófa nýjungar. Hlutverk þeirra er að innleiða nýjungar að utan inn í stofnunina. Það eru þó ekki frumkvöðlarnir heldur þeir sem eru mjög móttækilegir fyrir nýjungum sem eru mikilvægastir í útbreiðsluferlinu vegna þess að þegar þeir hafa tekið við sér hefst notkun nýjunga og þær byrja að öðlast viðurkenningu. Þegar þessi hópur hefur viðurkennt breytingar er líklega stutt í að sá meirihluti fólks, sem er yfirleitt fremur móttækilegur fyrir breytingum, fylgi á eftir. Það fólk er þó varfærnara í upptöku nýjunga en fyrstu tveir hóparnir. En þegar það hefur meðtekið nýjungar eru þær orðnar almennar. Seinni meirihlutinn er ekki auðsannfærður um gagnsemi nýjunga. Þrýstingur félaga er líklegur til að hafa áhrif á ákvörðun hans. Sleðarnir eða þeir hægfara koma síðast. Roger leggur áherslu á að ekki eigi bara að líta á þann flokk með neikvæðu hugarfari. Þetta eru einfaldlega hefðarsinnar sem taka sinn tíma í að taka nýjungar fram yfir það gamla og góða sem hefur reynst þeim vel hingað til. Auk frumkvöðlanna sem oft stuðla ómeðvitað að því að koma af stað breyt- ingaferli gegna talsmenn breytinga (change agents) mikilvægu hlutverki. Þeir greiða fyrir því að nýjungar verði teknar upp með því að reyna að hafa áhrif á að þær séu meðteknar eða þeim hafnað. Talsmaður breytinga er oft skoðanamótandi foringi í hópnum og kemur úr hópi þeirra sem eru fljótir til nýjunga. Slíkur maður getur verið öflugur liðsmaður í breytingaferli (Rogers 1983:312). LANDKÖNNUN EÐA PAKKAFERÐ Hugmynd mín um að líkja frumkvöðlinum við landkönnuð er þróuð út frá hug- mynd Saye sem að sínu leyti hefur þróað sína hugmynd út frá líkingum annarra fræðimanna sem hann gerir grein fyrir. Saye býr til andstæðuás sem hann raðar kennurum og nemendum á samkvæmt þeim persónueinkennum sem hann greinir í viðhorfum þeirra til menntunar, skóla og kennsluaðferða. Til að skýra andstæðurn- ar líkir hann þeim annars vegar við Accidental Tourists hins vegar Voyageurs og mætti þýða sem pakkaferðamenn og landkönnuði. Taflan hér á eftir lýsir megin- dráttum í flokkuninni. Einkenni íslenska frumkvöðulsins Heklu falla að flestu leyti undir það sem Saye kallar landkönnuð. Hún þolir ekki bara vel óvissu heldur finnst mér saga hennar hér að framan sýna að hún sækist eftir því að fara inn á nýjar brautir og jafnvel má ganga svo langt að segja að hún þrífist á því að gera skólastarfið að skemmtilegu ævintýri út í óvissuna. Þess vegna finnst mér líkingin við landkönn- uðinn eiga sérstaklega vel við. í könnun Saye kemur í ljós að mjög fáir kennarar hafa persónueinkenni land- könnuðarins. Það hjálpar manni til að átta sig á og greina það umhverfi sem frum- kvöðlar vinna í. Skólamenningin eins og hún er núna er ekki þess eðlis að hún sé móttækileg fyrir nýjum hugmyndum sem raska venjum og hljóta þess vegna að hafa í för með sér ákveðið óöryggi eins og allar breytingar. 1U
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.