Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 166

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 166
SKÓLINN OG FÉLAGSLEGAR FRAMFARIR semi í gangi sem verður að halda áfram og krefst eðlilegrar verkaskiptingar, vals foringja og fylgismanna, gagnkvæmrar samvinnu og keppni. í skólastofunni vantar hvort tveggja, tilefni til félagslegrar skipulagningar og það sem heldur henni saman. Hvað siðferðilegu hliðina áhrærir þá er það hörmulegur veikleiki núverandi skóla að hann leitast við að undirbúa framtíðarþegna samfélagsins í umhverfi þar sem skilyrðin fyrir félagsandann eru alveg sérstaklega ófullnægjandi. Muninum sem kemur í ljós þegar störf eru gerð að þungamiðju skólalífs er ekki auðvelt að lýsa með orðum; það er munur á áhuga, anda og andrúmslofti. Þegar maður kemur inn í eldhús þar sem hópur bama er önnum kafinn við matreiðslu er hinn sálræni munur, umskiptin frá meira eða minna óvirkri og aðgerðalausri viðtöku og taumhaldi til glaðværrar útleitinnar lífsorku, svo augljós að maður hreinlega hrekkur við. ]á, þessi umskipti ganga vissulega fram af þeim sem hafa í huga sér kyrrstæða mynd af skólastarfi. En breytingin á félagslegri afstöðu er jafn áberandi. Það eitt að meðtaka staðreyndir og sannindi er svo bundið við einstaklinginn að því hættir eðlilega til að breytast í eigingirni. Það er engin augljós félagsleg ástæða fyrir öflun einbers fróðleiks, það er enginn auðsær félagslegur ávinningur þótt sú iðja gangi vel. Mælistika samkeppni í neikvæðri merkingu þess orðs er reyndar næstum eini kvarðinn á velgengni af þessu tæi - samanburður á frammistöðu í yfirheyrslunni eða einkunn á prófinu til að sjá hvaða barni hefur tekist að komast fram úr öðrum í því að safna, hrúga saman, mestum fróðleik. Svo gersamlega er þetta hið ríkjandi við- horf að það flokkast undir afbrot í skóla að eitt bam hjálpi öðru við að leysa verkefni. Þar sem skólastarfið er einungis fólgið í því að læra lexíur verður gagnkvæm aðstoð laumuleg viðleitni til að létta af náunganum því sem honum ber með réttu að gera, í stað þess að vera eðlilegasta form samvinnu og samskipta. Þar sem eiginleg vinna fer fram breytist þetta allt. Að hjálpa öðrum er einfaldlega aðstoð til að leysa úr læðingi hæfileika og hvetja þann sem hjálpað er, í staðinn fyrir að vera eins konar góðgerða- starf sem rýrir þiggjandann. Andi frjálsra tjáskipta, skoðanaskipta, þar sem nemend- ur bera saman árangur og niðurstöður, bæði það sem vel og illa hefur gengið, verður ráðandi tónn í kennslunni. Að svo miklu leyti sem um samkeppni er að ræða þá er hún fólgin í samanburði á einstaklingum, ekki með tilliti til þess magns af fróðleik sem nemandinn tileinkar sér, heldur með hliðsjón af gæðum vinnunnar sem iruat er af hendi - en þau eru hinn sanni samfélagskvarði á gildi. Þannig skipuleggur skólalífið sig á félagslegum grunni, á óformlegan en þeim mun gagntækari hátt. Innan þessa skipulags er að finna lögmál skólaaga eða reglu. Vitanlega er agi einfaldlega eitthvað sem miðast við markmið. Hafirðu það markmið í huga að þrjátíu eða fjörutíu börn læri tilteknar fyrirsettar lexíur sem þau eiga að þylja fyrir kennarann þá hlýtur aginn hjá þér að beinast að því að tryggja þann árangur. En sé markmiðið að móta anda félagslegrar samvinnu og samfélagslífs hlýtur aginn að spretta upp af slíku markmiði og miðast við það. Það er lítið um vissa tegund aga eða reglu þegar verið er að smíða hluti; það er viss óregla á öllum verkstæðum þar sem menn eru önnum kafnir; þar ríkir ekki þögn; menn eru ekki uppteknir við að halda sér í föstum líkamsstellingum; þeir eru ekki með krosslagða handleggi; þeir halda ekki bókunum svona eða hinsegin. Þeir eru að gera sitt af hverju og því fylgir sú ringulreið, sá ys og þys sem fylgir vinnu. En upp af starfinu, upp af því að gera 164
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.