Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 95
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON
Að spyrja „réttu" spurninganna, grundvallarlögmál
í heimspeki menntunar1
Námskeiðið var ætlað bæði leikskóla- og grunnskólakennurum. Það stóð alla haust-
önn og var skipulag þannig að þátttakendur hittust fimm sinnum, fjórar stundir í
senn. Skipulag var með málstofusniði og byggði því mjög á virkni þátttakenda.
Námskeiðið sóttu 18 þátttakendur. I lýsingu segir:
Markmið námskeiðsins er að taka til meðferðar rit nokkurra hugsuða er fjallað hafa
um menntun í víðum skilningi þess hugtaks. Þetta námskeið er hugsað fyrir þá
sem hafa lítiðfengist við lestur á heimspekilegum verkum en hafa áhuga á að dýpka
skilning sinn á þessu sviði.
Að kenna þjóðfélagsþegnum næstu aldar,
heildstæð kennsla og skapandi starf
Námskeiðið var ætlað kennurum 5.-9. bekkjar og stóð fimm daga. Það var haldið að
Varmalandi í Borgarfirði þar sem þátttakendur bjuggu meðan á námskeiðinu stóð.
Námskeiðið sóttu 23 þátttakendur. Að námskeiði loknu áttu þeir að reyna hug-
myndir í verki og skila um það greinargerð síðar á haustönn. I námskeiðslýsingu stóð
að námskeiðið væri ætlað þeim sem hafa áhuga á að hrjóta til mergjar hugmyndir um
heildstæða kennslu, samþættingu námsgreina, fjölbreyttar kennsluaðferðir og skapandi starf.
Nýsköpun í grunnskóla
Námskeiðið var einkum ætlað kennurum 9-12 ára barna. Það stóð í þrjá daga í
Reykjavík. Þátttakendur voru 17. í lýsingu segir að nýsköpunarverkefni sé ...ætlað
að efla frumkvæði barna og sköpunargáfu með því að kenna þeim að vinna að hugmyndum
sínum oggera þau virkari í mótun umhverfis síns.
Stærðfræðinám í upplýsingasamfélagi nútímans
Námskeiðið var ætlað kennurum er kenna stærðfræði og stóð í 12 daga. Það hófst
með þriggja daga lotu og í framhaldi af henni voru samskipti á tölvuneti. Námskeið-
inu lauk með þriggja daga vinnulotu. Þátttakendur voru 3-5 frá hverjum skóla, og
var annar skólastjórnenda meðal þeirra. Alls voru 13 þátttakendur frá þremur skól-
um. I lýsingu segir:
Áhrif tækniþróunar síðustu áratuga á notkun stærðfræði í lífi og starfi eru mikil og
margslungin... Stærðfræðilegt læsi og kunnátta í að setja fram á stærðfræðilegan
hátt skiptir síauknu máli. Stefnt er að því að allir þátttökuskólar geti gert afrakstur
vinnunnar sýnilegan í skólanámskrá og skrifum tilforeldra.
Gagnaöflun var með þrennum hætti. Væntingar þátttakenda voru kannaðar fyrir-
fram með nafnlausum spurningalista. Skoðuð voru matsblöð endurmenntunardeild-
ar, sem lögð eru fram í lok námskeiðs. Símaviðtöl við þátttakendur fóru fram að
nokkrum tíma liðnum. Með þessum hætti var unnt að ná fram fjölbreytilegum gögn-
um og skoða áhrif námskeiðanna bæði tölulega og eigindlega.
1 í texta hér á eftir verður til styttingar vísað til upphafs á heiti hvers námskeiðs, sem hér segir: Að spyrja, Að
kenna, Nýsköpun, Stærðfræðinám.
93