Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 95

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 95
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON Að spyrja „réttu" spurninganna, grundvallarlögmál í heimspeki menntunar1 Námskeiðið var ætlað bæði leikskóla- og grunnskólakennurum. Það stóð alla haust- önn og var skipulag þannig að þátttakendur hittust fimm sinnum, fjórar stundir í senn. Skipulag var með málstofusniði og byggði því mjög á virkni þátttakenda. Námskeiðið sóttu 18 þátttakendur. I lýsingu segir: Markmið námskeiðsins er að taka til meðferðar rit nokkurra hugsuða er fjallað hafa um menntun í víðum skilningi þess hugtaks. Þetta námskeið er hugsað fyrir þá sem hafa lítiðfengist við lestur á heimspekilegum verkum en hafa áhuga á að dýpka skilning sinn á þessu sviði. Að kenna þjóðfélagsþegnum næstu aldar, heildstæð kennsla og skapandi starf Námskeiðið var ætlað kennurum 5.-9. bekkjar og stóð fimm daga. Það var haldið að Varmalandi í Borgarfirði þar sem þátttakendur bjuggu meðan á námskeiðinu stóð. Námskeiðið sóttu 23 þátttakendur. Að námskeiði loknu áttu þeir að reyna hug- myndir í verki og skila um það greinargerð síðar á haustönn. I námskeiðslýsingu stóð að námskeiðið væri ætlað þeim sem hafa áhuga á að hrjóta til mergjar hugmyndir um heildstæða kennslu, samþættingu námsgreina, fjölbreyttar kennsluaðferðir og skapandi starf. Nýsköpun í grunnskóla Námskeiðið var einkum ætlað kennurum 9-12 ára barna. Það stóð í þrjá daga í Reykjavík. Þátttakendur voru 17. í lýsingu segir að nýsköpunarverkefni sé ...ætlað að efla frumkvæði barna og sköpunargáfu með því að kenna þeim að vinna að hugmyndum sínum oggera þau virkari í mótun umhverfis síns. Stærðfræðinám í upplýsingasamfélagi nútímans Námskeiðið var ætlað kennurum er kenna stærðfræði og stóð í 12 daga. Það hófst með þriggja daga lotu og í framhaldi af henni voru samskipti á tölvuneti. Námskeið- inu lauk með þriggja daga vinnulotu. Þátttakendur voru 3-5 frá hverjum skóla, og var annar skólastjórnenda meðal þeirra. Alls voru 13 þátttakendur frá þremur skól- um. I lýsingu segir: Áhrif tækniþróunar síðustu áratuga á notkun stærðfræði í lífi og starfi eru mikil og margslungin... Stærðfræðilegt læsi og kunnátta í að setja fram á stærðfræðilegan hátt skiptir síauknu máli. Stefnt er að því að allir þátttökuskólar geti gert afrakstur vinnunnar sýnilegan í skólanámskrá og skrifum tilforeldra. Gagnaöflun var með þrennum hætti. Væntingar þátttakenda voru kannaðar fyrir- fram með nafnlausum spurningalista. Skoðuð voru matsblöð endurmenntunardeild- ar, sem lögð eru fram í lok námskeiðs. Símaviðtöl við þátttakendur fóru fram að nokkrum tíma liðnum. Með þessum hætti var unnt að ná fram fjölbreytilegum gögn- um og skoða áhrif námskeiðanna bæði tölulega og eigindlega. 1 í texta hér á eftir verður til styttingar vísað til upphafs á heiti hvers námskeiðs, sem hér segir: Að spyrja, Að kenna, Nýsköpun, Stærðfræðinám. 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.