Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 102
ÁRANGUR SEM ERFIÐI?_____________________________________________________
Að spyrja „réttu" spurninganna.
Grundvallarvandamál í heimspeki menntunar
Áliugaverðast og minnisstæðast
Efnistökin á þessu námskeiði voru talin áhugaverð. Þau fólust í lestri bóka og að
þátttakendur gerðu grein fyrir efni ákveðinna kafla. Þó að efnið væri torlesnara en
margt annað sem lýtur beint að kennslu og erfitt reyndist stundum að ræða efnið
geðjaðist þátttakendum vel að vinnulaginu. Það hvatti til annars konar lestrar en
fyrr, til íhugunar og nýrra hátta við lestur og hugsun. Þar sem efnið var þess eðlis
að sérstaka hvatningu þurfti til lestrar spratt af þessu vinna sem annars hefði vart
átt sér stað að mati sumra. Lesturinn varð tafsamari en skemmtilesning en engu að
síður mjög áhugaverður og ný reynsla. Þátttakendur eru nokkuð samdóma um að
þetta hafi ekki breytt miklu í kennsluháttum, en engu að síður verið gagnlegt, gott
og skemmtilegt.
Þó að sumum þátttakendum fyndist að stirðlega gengi hjá hópnum að „spyrja
„réttu" spurninganna" og umfjöllun þeirra væri því fremur laus í reipunum tók
leiðbeinandinn vel á því og ræddi efnið. Þannig var hann góð fyrirmynd og varpaði
áhugaverðu ljósi á efnið með eigin umfjöllun. Umræðustundirnar og einstaka verk-
efni nemenda vöktu áhuga og komu huganum á flug eins og einn viðmælenda orð-
ar það. Annar lýsir því hvernig mönnum tókst að tengja efnið við eigin raunveru-
leika: „Mér fannst gaman að fá þessi viðbrögð frá mörgu fólki í þessari starfsgrein,
gagnvart bókmenntum og lífsreynslusögur sem fólk gat tengt í kringum þetta."
Greinilegt er að þátttakendum fannst þetta námskeið áhugaverð nýbreytni í
endurmenntun grunnskólakennara, þar sem heimspekileg umfjöllun hefur verið af
fremur skomum skammti. Sumir voru að lesa heimspekirit í fyrsta sinn. Einn þátttak-
enda tjáir sig svona um ánægju sína: „Mér fannst námskeiðið alveg sérlega skemmti-
legt. Það hrærði upp í mér að takast á við eitthvað nýtt. Mér finnst þetta mjög heillandi
fag fyrir skólafólk sérstaklega. Ég var rosalega ánægð með þetta námskeið. Ég sakna
þess að hafa ekki fengið eitthvað um þetta í námi mínu í Kennaraháskólanum."
Fleiri þátttakendur koma að hinu sama, hin heimspekilega umfjöllun þótti ný-
stárlegt og áhugavert viðfangsefni og einn þátttakandi segir: „Mér fannst þetta svo
uppbyggilegt og menntandi fyrir sjálfa mig."
Þá kemur fram hjá sumum að námskeiðið hafi hvatt til lestrar um heimspekileg
efni eftir að því lauk. Einn þátttakenda nefnir að eini gallinn hafi verið hve stór hóp-
urinn var, betra hefði verið að ræða saman í minni hópum.
Hagnýting
Margir viðmælenda taka fram að þetta námskeið hafi haft áhrif á hugsunarhátt þeirra
og sjónarhorn, eins og megintilgangurinn var. „Maður veltir hlutunum fyrir sér á
annan hátt en maður hefur gert" og annar segir námskeiðið hafa „ýtt undir nánari
íhugun á ýmsu". Kennarar eiga erfitt með að rekja bein áhrif á kennsluna, einn segir
þó „...ég spyr ekki eins beinna spuminga og gef krökkunum meira tækifæri til að leita
að lausnum". Einn viðmælenda getur þess að lesefnið hafi verið áhugavert og vakið til
umhugsunar. Annar segir að námskeiðið hafi verið uppbyggilegt og menntandi fyrir
sig og einn segist vera gagnrýnni á hvernig hann setji efni fram í kennslu.
100