Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 126
TÖLVUMENNING ÍSLEN5KRA SKÓLA
skólunum. Svör bárust frá fjórum skólum. Áður en rannsóknin hófst fengu foreldrar
nemendanna bréf þar sem rannsóknin var kynnt og óskað eftir þátttöku nemenda.
Greining gagna
Gögn voru greind eftir kyni, aldri og skóla og kí-kvaðrat próf gerð til að finna
marktækan mun í dreifingu svara (Alma Frímannsdóttir og Margrét Sigurvinsdótt-
ir). Einnig voru gerð fylgnipróf og fervikagreining og skoðaður sérstaklega kynja-
munur í tölvunotkun innan hvers skóla (Sólveig Jakobsdóttir).
Helstu niðurstöður
Hér verður eingöngu greint frá helstu niðurstöðum sem tengdust færni, viðhorfum
og tölvunotkun nemenda heima og í skóla. Þá verður getið þátta sem skýrt gætu
kynjamun sem fram kom í áðurtöldum atriðum og að lokum er greint frá muni sem
kom fram milli tveggja skóla.
Sjálfmetin færni og viðhorf. Piltar merktu að staðaldri við fleiri færniatriði en
stúlkur,3 r(195)=0,183, p<0,05. Nánar tiltekið voru 22% stúlkna sem töldu sig kunna
0-4 atriði, 41% 5-8 atriði en einungis 37% 9-13 atriði. Samsvarandi prósentur hjá
piltum voru hins vegar 16%, 20% og 64%, y2=15,3, df=2, p<0,05. Einnig kom fram
meiri tilhneiging hjá piltum en stúlkum að telja sig mjög klára að nota tölvur á
marga mismunandi vegu (r(195)=0,279, p<0,05), að telja tölvur mikilvægar fyrir
framtíðina (r(193)=0,173, p<0,001) og að telja tölvur nauðsynleg tæki í námi og
starfi (r(195)=0,197, p<0,01).
Á hinn bóginn var ekki marktæk fylgni milli kyns og þess hvort nemendum
fyndist spennandi að nota tölvur, væri illa við að nota þær, þætti gaman að prófa
nýja hluti, fyndist gaman að nota tölvur til gagnlegra hluta, eða liði óþægilega fyrst
þegar þeir notuðu tölvur eða hugbúnað sem þeir hefðu ekki notað áður. I ljós kom
þó að stúlkur með slaka námsgetu4 virtust hafa minni áhuga á að nota tölvur og
vera verr við að nota þær heldur en stúlkum með góða námsgetu, en það gagn-
stæða gilti um piltana. í fyrra tilvikinu voru meðaltöl stúlknanna frá „getumeiri"
einstaklingum til „getuminni" 3,8, 3,6 og 2,85 en sambærileg meðaltöl drengja voru
3,1, 4,2 og 3,8 (F=4,99, p<0,01). í síðara tilvikinu voru meðaltöl stúlknanna frá
„getumeiri" einstaklingum til „getuminni" 4,3, 4,4 og 2,6 en sambærileg meðaltöl
drengja voru 3,6, 4,4 og 4,5 (F=8,28, p<0,001).
Ýmsir þættir sem gætu skýrt kynjamun í færni og viðhorfum. Ekki var marktæk
fylgni milli kyns og þess hversu margar tegundir forrita nemendur höfðu notað í
skólanum né þess hversu oft nemendur sögðust nota tölvur í skólanum. Á hinn
bóginn var marktæk fylgni milli kyns og fjölmargra atriða sem tengdust notkun
utan skóla. Til dæmis virtust piltar hafa notað fleiri tegundir forrita heima (r(195)=
0,231, p<0,005) en stúlkur. Einnig voru þeir líklegri en stúlkur til að segjast oft nota
tölvur utan skólans (r(193)=0,318, p<0,001). Það sama gilti um vef (r(192)=0,197,
3 Þretlán atriði á lista, t.d. setja forrit inn í tölvu, búa til vefsíðu, búa til mynd í tölvu.
4 Skv. flokkun nemenda sjálfra hvort einkunnir þeirra væru oftast á bilinu 8-10,6-8, eða <6.
5 Hærri tölur gefa til kynna að nemendur væru fremur sammála þeirri staðhæfingu að þeim fyndist mjög
spennandi að nota tölvur.
124