Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 32
ERU STELPUR TRÚAÐRI E N STRÁKAR? Glíman við tilvistarspurningar og tilvistarkreppu I öðru lagi má á grundvelli þess kynjamunar sem rannsókn mín leiðir í ljós spyrja: Getur verið að afleiðingin af muninum á milli kynjanna í trúarlegu tilliti leiði það af sér að strákar séu síður í stakk búnir til að takast á við tilvistarspurningar og tilvistarkreppu? í því sambandi má m.a. vísa til þess hvernig strákar og stelpur bregðast mismunandi við sorg og dauða. Eins og þegar hefur komið fram hugsa stelpur meira um dauðann en strákar og það er algengara að þær óttist dauðann en strákarnir. Þá er líklegra að viðbrögð stelpna við sorg og vanlíðan séu trúarleg en hjá strákum eða að þær telji að það sé best að tala við einhvern eða hugsa um eitt- hvað fallegt. Stelpur virðast hugsa meira í þá veru að reyna að vinna úr sorg og vanlíðan meðan strákar reyna frekar að dreifa huganum eða gleyma vandanum. Hér þyrfti auðvitað að skoða málið nánar og fylgja grófum frumniðurstöðum eftir með frekari rannsóknum. En það má þó á þessu stigi máls setja fram þá tilgátu að strákarnir standi stelpunum að baki í trúarþroska og að það kunni að leiða til þess að þeir séu síður í stakk búnir til að takast á við tilvistarvanda og sjálfsmyndar- kreppu. I þessu sambandi tel ég t.d. umhugsunarvert og þarft rartnsóknarefni hvort þetta geti verið einn af fleiri þáttum sem geta skýrt mikinn mun á sjálfsvígstíðni ungra karla og kvenna. Rannsóknir hafa sýnt að sjálfsvígum pilta í aldurshópunum 15-19 ára og 20-24 ára hefur fjölgað meira en hjá öðrum aldurshópum og að sjálfs- víg eru mun algengari meðal pilta í þessum aldurshópi en meðal stúlkna. Þrátt fyrir það virðast sjálfsvígshugleiðingar algengari hjá stúlkum en piltum.7 Hér hlýtur auð- vitað ýmislegt í samfélagsgerðinni að ráða miklu en áhugavert væri að skoða málið einnig út frá því hve hæfir einstaklingarnir eru til að fást við tilvistarspurningar og tilvistarkreppu. Mótun heilsteyptrar lífsskoðunar og sjálfsmyndar er að sjálfsögðu mikilvægur þáttur í þroska einstaklingsins. Þar koma við sögu margir uppeldis- og félagsmót- unaraðilar, heimilið, kirkjan, skólinn og félagasamtök, svo helstu dæmi séu tekin (sbr. líkan Evenshaugs og Hallens). í starfi skólans er þörf á að leggja aukna áherslu á að efla sjálfsvitund og gildismat. Nemendur þurfa að fá tækifæri til að fást við viðfangsefni sem hjálpa þeim að móta lífsskoðun sína, mannskilning og sjálfsmynd þannig að þeir geti greint stöðu sína í tilverunni og öðlist færni í að taka ábyrga af- stöðu til viðhorfa og lífsgilda og þeim verði tamt að spyrja um ábyrgð sína í sam- skiptum við einstaklinga, samfélagið í heild og umhverfið. Einnig þurfa nemendur að fá tækifæri til að fást við tilvistarspurningar af ýmsum toga og tengja þær eigin trú og lífsviðhorfi sem og annarra. Nefna má að Svíar hafa verið duglegir að rann- saka hvers konar tilvistarspurningar börn og unglingar glíma við og hvað einkennir lífsskoðun þeirra. Niðurstöður hafa leitt til þess að lögð hefur verið áhersla á mikilvægi þess að nálgast viðfangsefni í kristinfræði- og trúarbragðakennslu í ríkari mæli út frá forsendum nemenda.8 Slíkar rannsóknir hafa hins vegar í sáralitlum 7 Sjá t.d. Þórodd Bjamason, Þórólf Þórlindsson og Guðríði Sigurðardóttur 1991, Helenu Jónsdóttur og Ingu Margréti Skúladóttur 1991 og Könnun á tíðni og orsökum sjálfsvíga á íslandi og tillögur til úrbóta 1996. 8 Sem dæmi má nefna rannsóknir Sven G. Hartman (sjá t.d. Hartman og Petterson 1980, Hartman 1986 og Hartman 1992) og nýja doktorsritgerð Keijo Erikson (Erikson 1999). 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.