Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 93

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Page 93
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR ÓLAFUR H. JÓHANNSSON ÁRANGUR SEM ERFIÐI? Rannsókn á áhrifum endurmenntunarnámskeiða á störf kennara Hér er greint frá niðurstöðum athugunar sem bar yfirskriftina Hvernig nýtast endur- menntunarnámskeið grunnskólakennurum? í rannsókninni var leitast við að athuga nokk- uð ítarlega áhriffárra námskeiða fremur en að fá heildaryfirlit. Þessi nálgun er talsvert frá- brugðin því mati sem fram hefur farið á námskeiðum endurmenntunardeildar Kennara- háskóla íslands hingað til því að hér er leitast við að lýsa áhrifum endurmenntunar á störf kennara.' Endurmenntun kennara er gefinn æ meiri gaumur enda mikilvægt að hún sé í sífelldri endurskoðun og þróun. Nýlega hafa orðið talsverðar skipulagsbreytingar í þessum efnum í kjölfar yfirfærslu rekstrar grunnskóla til sveitarfélaga. Forræði yfir endurmenntun færist nú í auknum mæli frá menntastofnunum kennara og kennur- um sjálfum til skólastjórnenda og sveitarfélaga. Ekki er ljóst hver áhrif þessara kerfisbreytinga verða en vera kann að nokkuð dragi úr beinu frumkvæði og val- frelsi einstakra kennara sem hingað til hefur verið verulegt. Námskeið endurmenntunardeildar Kennaraháskólans hafa verið metin með skipulegum hætti um langt árabil. Hinir fjölmörgu kennarar sem sótt hafa nám- skeið þekkja vel til þessa; matið fór frarn strax að námskeiði loknu þannig að þátt- takendur fylltu út matsblöð og skiluðu áður en þeir héldu heimleiðis. Á þennan hátt fékkst gott yfirlit yfir mat þátttakenda við námskeiðslok og nokkur saman- burður milli námskeiða. Matið nýttist vel bæði umsjónarkennurum námskeiða og Kennaraháskólanum við skipulagningu endurmenntunar. Þessi aðferð gaf þó enga innsýn í áhrif námskeiðanna á starf þátttakenda að þeim loknum. Um það atriði hefur lítið verið vitað sem er þó grundvallaratriði. Leitað var svara við eftirfarandi spuniingum: Hafa endurmenntunamámskeiðin áhrif á starf grunnskólakennara? Ef svo er, um hvers konar áhrif er að ræða? Vara þau um skamman eða langan tíma? Lúta áhrifin fyrst og fremst að viðhorfum, kennsluað- ferðum, auknu áræði til nýjunga, breytinga á starfsanda? Er unnt að rekja breytingar í starfi beint til áhrifa frá námskeiðunum? Er munur á áhrifum eftir námskeiðsformi (sumarnámskeið, námskeið á starfstíma skóla)? Höfundar þakka Rannsóknarsjóði Kennaraháskóla islands fjárstyrk og aðstoð við öflun og úrvinnslu gagna. Sérstakar þakkir fá Guðný H. Gunnarsdóttir og Gunnhildur Óskarsdóttir fyrir símaviðtölin og Fjölnir Ás- bjömsson fyrir úrvinnslu eigindlegra gagna. Uppeldi og menntun - Tímarit Kennaraháskóla íslands 8. árg. 1999 91
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.