Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 89

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 89
INGÓLFUR ÁSGEIR JÓHANNESSON fræðingar um hjúkrun, lögfræðingar um lög og dómstóla o.s.frv. Orðræðan er félagsleg stjórnlist þeirra til að efla sjálfa sig um leið og hún á þátt í að halda öðrum fyrir utan. Um leið beita þessir starfshópar gjarna ýmsum hefðbundnum aðferðum til að tryggja sér einkarétt á sínu sviði, t.d. fjöldatakmörkunum í læknisfræði og hjúkrunarfræði og ofurfalli í byrjunaráföngum í lögfræði. Tilgangur sál- og kennslufræðirannsókna á kennarastarfinu er sem slíkur alls ekki að skapa lærða orðræðu, heldur er hann framfarasinnaður: að bæta kennslu og kennaramenntun. En hver er þá munurinn á tilgangi rannsókna og félagslegri stjórnlist? Samkvæmt skilgreiningu Bourdieus á stjórnlist veit þátttakandinn ekki nákvæmlega hvað hann er að gera í hinni táknrænu þjóðfélagsbaráttu.4 Þeir sem stunda nefndar rannsóknir eru yfirleitt sálfræðingar eða kennarar sem hafa stundað framhaldsnám í sálfræði, kennslufræði eða öðrum greinum félagsvísinda. Þeir eru sannfærðir um að slíkar rannsóknir séu gagnlegar til að bæta kennslu og að jafnaði velta þeir ekki fyrir sér félags- og menntunarfræðilegu samhengi rannsóknanna, nema þá í mesta lagi á mjög yfirborðslegan hátt.5 Þessar rannsóknir koma, sem fyrr segir, að miklu gagni við að túlka starf kennara sem sérhæfða vinnu og þær eru, einmitt vegna sannfæringarinnar um gildi þeirra, mikilvæg stjórnlist í táknrænni þjóðfélagsbaráttu. En hver er þá „stjórnlist" mín sem birtist í þeirri „lærðu orðræðu" sem hér fer fram um ólíkar tegundir rannsókna á kennarastarfinu? Taki ég hugtak Bourdieus, félagsleg stjórnlist, eins og ég hef útskýrt það, alvarlega get ég ekki svarað því nákvæmlega. En ég get sagt hvað ég vil. Og ég vil að við kennarar sköpum okkur gott svigrúm í þjóðfélagslegri umræðu og að við tökum okkur slíkt pláss m.a með því að afla okkur víðtækrar þekkingar á kennarastarfinu af ólíkum fræðilegum sjónarhólum. Sannfæringin um að rannsóknir á kennarastarfinu geti eflt og bætt skólastarf er meginhvati þess að kennarar og sálfræðingar rannsaka starf kennara, miklu fremur en mögulegur ávinningur í táknrænni baráttu í þjóðfélaginu. Fyrir sjálfum mér er það ekki síst sannfæringin um að kennarar séu einn mikilvægasti þátturinn í góðu skólastarfi sem hrindir mér út í sögulega og félagsfræðilega rann- sókn á kennarastarfinu, sannfæring um að starfið eigi skilið að njóta virðingar og þurfi að njóta hennar - á sama tíma og stjórnvöld leggja höfuðáherslu á stýringu með námskrárgerð og sjálfsmati skóla (Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Gunnar E. Finnbogason og Guðrún Geirsdóttir 1998, 1999). Spurninguna Ættu rnnnsóknir á starfi kennara að auka virðingu fyrir kennarastarfinu í samfélaginu? verður að skoða í því ljósi að rannsóknir eru óhjákvæmilega hluti af táknrænni þjóðfélagsbaráttu. Vera kann að rannsóknir og umræður séu ekki síst mikilvægt hópefli fyrir kennara til að gera margvíslega þætti í eigin starfi sýnilega. Yfirleitt fundust mér viðmælendur mínir hafa mikinn áhuga á rannsókninni. Það var afar uppörvandi og bendir jafnframt til þess að þeim finnist gagn að rannsókn af þessu tæi. Einnig tel ég mikilvægt að kennarar takist á um margvísleg sjónarmið um kennslu og skóla- 4 Lýsingarorðið táknrænn hefur hér líka merkingu og pólítískur en þó víðtækari þar sem táknræn barátta er hvers konar barátta, meðvituð og ómeðvituð, um auð, völd, virðingu og stöðu í samfélaginu en ekki bundin við stjómmál. 5 Þetta fullyrði ég á grundvelli þess að hafa kynnt mér þúsundir slíkra rannsókna. 87
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.