Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 105

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Qupperneq 105
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, ÓLAFUR H. JÓHANNSSON hugsanir fólks og hins vegar á athafnir, þ.e. áhrif sem birtast í beinum aðgerðum í kennslu og skólastarfi. Hvort tveggja er mikilvægt og vert að undirstrika það, því að í fljótu bragði virðast þær væntingar beinast að stuttum endurmenntunarnám- skeiðum að þau leiði fyrst og fremst til breyttra athafna. Þess vegna er athyglisvert að sjá í þessum niðurstöðum að þátttakendur þessara námskeiða lýsa áhrifum þeirra á þann hátt sem lýtur meira að hugarfari en að athöfnum og aðgerðum. Þeir leggja mikla áherslu á að námskeiðin hafi örvað hugmyndaflug, aukið þor, breytt hugsunarhætti og veitt nýja sýn. Matið á áhrifum námskeiðanna er takmörkunum háð að því leyti að einungis tvö af námskeiðunum voru metin að þeim loknum gagnstætt því sem við höfðum gert ráð fyrir. Þetta takmarkar samanburðinn enda beinist athyglin ekki að honum heldur því að meta og lýsa áhrifum hvers námskeiðs. Áhugavert er engu að síður að bera saman tvö námskeið, þ.e. námskeiðin Aö kenna og Nýsköpnn. Þau koma að mörgu leyti svipað út hvað varðar ánægju þátttakenda sem er mikil, en áhugaverð blæbrigði koma fram í niðurstöðum. Svör þátttakenda um þessi tvö námskeið eru mjög jákvæð bæði hvað varðar væntingar við upphaf og reynslu við námskeiðslok og vart hægt að greina þar á milli. Þegar matið á þættinum „Að auka þekkingu" er borið saman kemur þó í ljós verulegur munur á svörum. Þannig telja 91% þátttakenda á námskeiðinu Að kenna að þeir hafi aukið við þekkingu sína, en þetta á aðeins við um 50% þátttakenda á Nýsköpun. Þegar þessar niðurstöður eru skoðaðar í ljósi viðtalanna má velta fyrir sér hvernig þátttakendur líta á hugtakið þekking. Svara kennarar eingöngu með bóklega þekkingu í huga? Á báðum námskeiðum nefna menn jákvæð og sterk áhrif þess að prófa sig áfram sjálfir, þ.e. að auka við reynsluþekkingu sína. í viðtölum um nám- skeiðið Að kenna kemur fram að þátttakendur hafa kynnst mörgum nýjum nálgun- um en einnig að sumt var gamalt vín á nýjum belgjum, nýjungin hér fólst í sam- þættingu, að skapa nýjar aðstæður, laða fram áhrif og hughrif á nýjan hátt. Þó að bæði námskeiðin komi skínandi vel út virðist þátttakendum á námskeiðinu Ný- sköpun greinilega meira nýnæmi í hugmyndunum. Annað atriði sem vekur athygli er að 64% þátttakenda á Nýsköpun telja að nám- skeiðið hafi aukið þeim sjálfstraust en þetta á við um 50% kennara á námskeiðinu Að kenna. Þar sem kennarar þurftu að prófa sjálfir hugmyndir á báðum námskeið- um bendir þetta til að eigin tilraunir til nýbreytni hafi verið frumraun eða a.m.k. meira framandi á Nýsköpun en á Að kenna og þegar vel tókst til hafi sjálfstraustið því aukist meira. Eins og fram kom áður eru þessir hópar um flest áþekkir, t.d. er hlut- fall stjórnenda og áfangastjóra svipað þannig að bakgrunnur ætti ekki að hafa áhrif á þennan mun. Ein þeirra spuminga sem leitað var svara við var hvort munur væri á námskeið- um eftir formi þeirra. Einnig var spurt hvort unnt væri að rekja breytingar eða af- rakstur í starfi beint til námskeiðanna, þ.e.a.s. hvort um beina hagnýtingu var að ræða. Hvort tveggja var staðfest í svörum þátttakenda. Stærðfræðinám sóttu einstak- lingar á vegum skóla síns, leiðbeinandi heimsótti þá á vettvang og gert var ráð fyrir tölvusamskiptum innbyrðis út skólaárið. Þetta virðist hafa haft mjög örvandi áhrif og hvatt mikið til nýbreytnitilrauna. í viðtölunum lýsa þátttakendur sem næst allir 103
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.