Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Side 165
JOHN DEWEY
mála. Við verðum að kannast við það sem bætir okkur þetta upp - aukið umburð-
arlyndi, meiri víðsýni í félagsmálum, meiri þekking á mannlegu eðli, vökulli gaum-
gæfni við mat á innræti manna og túlkun félagslegra aðstæðna, meiri nákvæmni í
aðlögun að ólíku fólki, bein snerting manna við meiri viðskipti. Þessi atriði hafa
mikla þýðingu fyrir borgarbarnið nú á dögum. Samt er um raunverulegt vandamál
að ræða: Hvernig eigum við að halda þessum kostum og koma samt inn í skólann
með eitthvað sem sýnir hina hliðina á lífinu - störf sem krefjast persónulegrar
ábyrgðar og þjálfa barnið með tilliti til áþreifanlegra staðreynda lífsins?
Þegar við snúum okkur að skólanum komumst við að raun um að ein þeirra
tilhneiginga sem mest ber á um þessar mundir er að taka upp svokallaða hand- eða
verkmennt: smíðar, sauma og matreiðslu.
Þetta hefur ekki verið gert „af ásettu ráði", með fullri vitund um að skólinn
verði nú að sjá fyrir þeim þætti þjálfunar sem heimilið annaðist áður, heldur hefur
þetta frekar verið gert af eðlishvöt, með því að prófa sig áfram og komast að raun
um að slík vinna nær sterkum tökum á nemendum og gefur þeim eitthvað sem ekki
var hægt að fá með neinum öðrum hætti. Vitund um raunverulega þýðingu hennar
er enn svo óljós að vinnan er oft innt af hendi með hálfvelgju og hringlanda og án
tengsla við aðrar greinar. Rökin sem ætlað er að réttlæta hana eru skelfilega ófull-
nægjandi eða stundum jafnvel hreint og beint röng.
Ef við ættum að yfirheyra jafnvel þá sem eru hlynntastir því að koma þessari
vinnu inn í skólakerfið myndum við, býst ég við, almennt komast að því að
meginrök þeirra væru að þess háttar vinna vekur áhuga og athygli barnanna alveg
sjálfkrafa. Hún heldur þeim vökulum og virkum í stað þess að gera þau óvirk og
þiggjandi. Börnin verða færari um og þess vegna líka fúsari að hjálpa til heima
fyrir. Og þessi vinna býr þau að einhverju marki undir skyldustörfin síðar á ævinni
- stúlkurnar undir það að vera duglegri húsfreyjur, ef ekki hreinlega matreiðslu- og
saumakonur; drengina undir framtíðarstörfin (svo fremi iðnskólar væru nægilega
margir í skólakerfi okkar). En sjónarhornið er, þegar á allt er litið, óþarflega þröngt.
Við verðum að hugsa okkur tré- og málmsmíði, vefnað, saumaskap og matreiðslu
sem aðferðir til að lifa og læra, ekki sem sérstakar námsgreinar.
Við verðum að hugsa okkur þessi störf í félagslegri merkingu þeirra: sem dæmi
um þá starfshætti sem halda samfélaginu gangandi, sem úrræði til að koma barn-
inu í skilning um nokkrar frumþarfir manna í samfélagi, og sem aðferðir sem sýna
hvernig menn hafa fullnægt þessum þörfum eftir því sem þeim hefur aukist innsýn
og hugkvæmni. I stuttu máli sagt, við verðum að hugsa okkur þau sem hjálpartæki
til að gera skólann sjálfan að raunverulegu, lifandi samfélagi, í stað þess að vera
staður utan við samfélagið þar sem börn eiga að læra lexíur.
Samfélag er hópur fólks sem haldið er saman vegna þess að það starfar eftir
sameiginlegum leiðum, í sameiginlegum anda og með hliðsjón af sameiginlegum
markmiðum. Sameiginlegar þarfir og markmið krefjast vaxandi samskipta í hugsun
og vaxandi samkenndar. Grundvallarástæða þess að núverandi skóli getur ekki
skipulagt sig sem náttúrlega félagseiningu er sú að einmitt þennan þátt sameigin-
legrar og frjósamrar starfsemi vantar. Á leikvellinum, í leikjum og íþróttum, á fé-
lagsleg skipulagning sér stað sjálfkrafa og óhjákvæmilega. Þarna er einhver starf-
163