Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 68
HEIMA E R BEST
dikts eða þess fatlaða einstaklings sem um ræðir og síðast en ekki síst að þörfum
sem munu að öllum líkindum þróast og breytast með aldri Benedikts og aðstæðum
hans. Ekki er líklegt að þetta stuðningskerfi virki fullkomlega og því síður að það
dugi óbreytt um ókomin ár hans. Ef vel tekst til má gera sér vonir um að hann
kaupi síðar hús þar sem hann býr á einni hæð en stuðningsfjölskylda á annarri.
NIÐURLAG
Sú tillaga sem hér liggur fyrir þarfnast talsverðrar umræðu og lagfæringa þegar að
framkvæmd hennar kemur. Mikilvægt er að setja upp tilraun sem prófar þessar
hugmyndir og helst þannig að tilraunin nái til nokkurra ungmenna sem eru í líkum
sporum og Benedikt en hafa aðrar þarfir. Reynsla af slíkum tilraunum ætti að geta
gefið mikilvægar upplýsingar um það hversu þetta þjónustulíkan getur dugað, um
styrk þess og vankanta og hversu til tekst með sveigjanleika þess. Ég vænti þess að
fá viðbrögð við þessari hugmynd minni og einnig að hún fái brautargengi yfir-
valda. Ég er sjálf sannfærð um það að með þjónustulíkani sem þessu megi sníða af
ýmsa alvarlega vankanta ríkjandi lausna og tryggja fötluðu heimilisfólki meiri lífs-
gæði en nú fyrir sama fé og skattgreiðendur borga nú.
Endanlega veltur allt á því hvernig til tekst með starfsfólk, því ekkert kerfi er
betra en veikasti hlekkur þess.
Heimildir
Bames, C., G. Mercer og T. Shakespeare. 1999. Exploring Disability. Cambridge, Polity
Press.
Barton, L. 1999. Struggle, support and the politics of possibility. Scandinavian Journal
ofDisabiIity Research 1,1:13-22.
Dóra S. Bjarnason. 1995. Mamma á ekki lengur að vita allt. Þroskahjálp 17,2:11-14.
Dóra S. Bjamason. 1999. Ungt fatlað fólk á íslandi og fullorðinshlutverkið. [Fyrir-
lestur fluttur á þingi um rannsóknir á sviði fötlunarfræða (NNDR) í Þrándheimi
9.-11. sept.]
Ferguson, D. L. og P. M. Ferguson. 1993. The promise of adulthood. Schnell, M.
(ritstj.). lnstruction ofStudents with Severe Disabilities. Columbus (OH), Macmillan.
Ferguson, P. M. 1994. The personal support agent. Fullfilling the promise ofadulthood for
individuals with disabilities and their families. Eugine (Oregon), University of
Oregon. [Handrit í fórum höfundar.]
Ferguson, P. M. og D. L. Ferguson. 1996. Communicating Adulthood. Topics Langu-
age Disorders 16,3:52-67.
Forest, M., J. Pearpoint, og J. O'Vrien. 1996. MAP's, circles of friends, and PATH.
Powerful tools to help building caring communities. Stainback, S. og W. Stain-
back (ritstj.). Inclusion. A Guide for Educators, bls. 67-86. Baltimore, Paul H.
Brookes.
66