Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 147

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 147
HERMUNDUR SIGMUNDSSON PRÓFUN Á HREYFIFÆRNI Til eru ýmis próf til að mæla hreyfifæmi og er þeim beitt í mismunandi tilgangi. Sum eru notuð til að hjálpa til við greiningu í klínísku samhengi, önnur eru notuð í rannsóknum. Þau síðarnefndu gefa möguleika á því að bera saman jafnaldra, þar sem þau eru stöðluð. Stöðluð próf Stöðluð próf hafa verið reynd á mörgum börnum, og þannig hafa fengist norm fyrir þann aldurshóp sem prófaður er hverju sinni. Gefst því kostur á að bera árangur barns á prófinu saman við norm fyrir aldurshópinn. Þegar gefinn er upp árangur á prófi er oft við það eitt miðað hvar barnið er statt í samanburði við jafnaldrana. Á erlendum málum er tíðnotað hugtakið „percentil" eða „safntíðni" og er safntíðni fimm vísbending um að barnið sé meðal slökustu 5% innan aldurshópsins. Til að geta borið saman börn verður mælingin að vera eins hlutlæg og hægt er, það er að segja tveir aðilar sem ætla að prófa börn verða að nota sömu viðmið til að gefa stig. Próf sem eru ekki stöðluð uppfylla oft ekki þessar kröfur því viðmiðin eru ekki nógu skýr. Huglægt mat getur verið mjög mismunandi frá einu prófi til annars. Það próf sem nú er mest notað í rannsóknum á hreyfifærni er Movement Assessment Batteryfor Children (Movement ABC) sem var þróað af Sheila Henderson og David Sugden árið 1992. Þetta próf er byggt á Test Of Motor Impairment (TOMI) frá 1984. Prófið er staðlað fyrir börn á aldrinum 4-12 ára á meginlandi Evrópu og í Bandaríkjunum (einnig er byrjað að staðla prófið fyrir Japan). í Noregi og á íslandi hefur prófið ekki enn verið staðlað, þannig að þegar það er notað í þessum löndum er gengið út frá því að norsk og íslensk börn hafi líka hreyfifærni og börn annars staðar í Evrópu. Movement ABC inniheldur átta hlutapróf innan þriggja sviða: fín- hreyfinga, boltafærni og jafnvægis. Þrjú af hlutaprófunum prófa fínhreyfingar, tvö prófa boltafærni og þrjú prófa jafnvægi. Börn fá stig frá 0-5 á hverju hlutaprófi, þar sem núll er best. Lakast er því 40. Barn með stig sem er 13,5 eða hærra flokkast í hóp sem kalla má klunnaleg börn („clumsy children"), sem þýðir í raun að barnið er meðal slökustu 5% í sínum aldurshópi. BÖRN MEÐ HREYFIVANDA Hreyfivandi bama hefur verið umræðuefni innan sálfræði frá upphafi 20. aldar. Dupre (sem vitnað er til í De Ajuriaguerra og Stambak 1969) lýsti árið 1911 atferli sem hann kallaði „motor deficiency", sem var skilgreint sem erfiðleikar við viljastýrðar hreyf- ingar. Seinna hafa sömu vandamál verið nefnd ýmsum öðrum nöfnum, t.d. „clumsi- ness" (Orton 1937), „motor impairment" (Morris og Wliiting 1971), „developmental dyspraxia" (Dencla 1984) og „developmental apraxia and agnosia" (Gubbay 1975). Það heiti sem reynt er að fá viðurkennt alþjóðlega í dag er „developmental co-ordination disorder" (DCD). DCD er á ensku skilgreint sem „a marked impairment in the devel- opment of motor coordination that is not explicaple by mental retardation and that is not due to a known physical disorder" (APA 1987). Sameiginlegt fyrir allar skilgreingar er að hreyfivandamál stafa ekki af þekktum líkamlegum eða andlegum vanda. Maður 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.