Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 61
DÓRA S. BJARNASON reiða sig líka á framlög frá ættingjum til að eiga fyrir lífsnauðsynjum. Svokölluð „laun" fyrir vinnu á vemduðum vinnustöðum duga skammt til að bæta fjárhagsstöðu þeirra sem þar vinna. Þá eru flest almenn réttindi verkafólks einnig fyrir borð borin á slíkum vinnustöðum.4 Jafnvel þegar fullorðið þroskaheft eða mikið fatlað fólk erfir foreldra sína er ekki víst að arfurinn sé aðgengilegur og nýttur til að bæta líf erfingjans. Þetta þarf að athuga og leiðrétta. Staðsetning og búnaður Heimili skal sniðið að þörfum þess einstaklings sem þar býr og spegla áhugamál og lífsstíl viðkomandi. Einn maður getur stofnað heimili eða þá vinir eða sambýlisfólk sem vill búa saman og hefur valið hvort annað. Allur umbúnaður þarf að vera þannig úr garði gerður að íbúar komist um og geti sjálfir (eða með hjálp) notað þá aðstöðu sem býðst á heimilinu, þar með talið eldhús, baðherbergi og garð. Það sem aðgreinir herbergjaskipan á heimili fatlaðs fólks sem þarf mikla aðstoð frá heimilum ófatlaðs fólks er að á hverju slíku heimili verður að vera nokkuð stórt auka svefnherbergi helst með eigin baðherbergi. Þetta aukaherbergi notar leigjandi (sjá síðar bls. 65). Húsbúnaður má vera einfaldur en verður að hæfa aldri og kyni heimilismanns / manna. Heimilið þarf að vera í hverfi þar sem stutt er í félagslíf, verslanir, kaffihús, veitingahús, íþrótta- og sundstaði, tónlist, bíó, útivistarsvæði og aðra almenna þjón- ustu. Heimilið þarf að vera staðsett þar sem líkur eru á samgangi og samhjálp milli nágranna. Þegar fatlaði íbúinn er úr sveit eða þorpi utan helstu þéttbýlisstaða þarf að huga sérstaklega vel að nábýli og samgöngum þegar staðsetning er ákveðin. Heimilið þarf að vera nálægt bústöðum ættingja og vina. Algeng vandamál Algengustu vandamál fatlaðs fólks sem býr í samfélaginu eru auk fátæktar og valdaleysis, einsemd, einhæfni og öryggisleysi. Samkvæmt félagslega líkaninu um fötlun eru þessi vandamál afsprengi læknisfræðilega líkansins í vitund samfélags- ins og því þjónustukerfisins (Barnes, Mercher og Shakespeare 1999). Með öðrum orðum: Með því að líta svo á að fötlunin sé í eðli sínu „óheilbrigt ástand", sjúkleiki eða galli einstaklingsins sjálfs, þá eru þessar félagslegu og efnahagslegu aðstæður gerð- ar eðlileg afleiðing slíks ástands eða sjúkleika. Þar með er vandi einstaklingsins í hon- um sjálfum, en ekki í samspili hans og samfélags. Andstætt þessu telja þeir sem aðhyll- ast félagslega Iíkanið, að vandinn búi fyrst og síðast í samfélagi sem gerir ekki ráð fyrir tilteknum þáttum, svo sem því, að sumt fólk ferðast um í hjólastólum, þarf stuðning til að tjá sig, sjá um daglegar þarfir eða við það að hafa hemil á athöfnum sínum. Frá sjón- arhorni þeirra sem aðhyllast félagslega líkanið um fötlun, þá er það samfélagið sem 4 Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Þroskahjálpar telur að á fimm af 13 vernduðum vinnustöðum á landinu fái fatlaðir starfsmenn lágmarkslaun eða 90% af slíkum launum hið minnsta. Á átta vinnustöðum eru laun fatlaðra starfsmanna lægri og allt niður í málamyndalaun (eða innan við 100 krónur á tímann) og dæmi eru um að fötluðu fólki sé ætlað að vinna kauplaust. Þá má geta þess að engir samningar eru til enn sem komið er um kaup og kjör fatlaðra starfsmanna á vemduðum vinnustöðum eða t vemduðum störfum á almennum markaði og eiga slíkir starfsmenn því nánast engin félagsleg réttindi sem vinnandi fólk. 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.