Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 102

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 102
ÁRANGUR SEM ERFIÐI?_____________________________________________________ Að spyrja „réttu" spurninganna. Grundvallarvandamál í heimspeki menntunar Áliugaverðast og minnisstæðast Efnistökin á þessu námskeiði voru talin áhugaverð. Þau fólust í lestri bóka og að þátttakendur gerðu grein fyrir efni ákveðinna kafla. Þó að efnið væri torlesnara en margt annað sem lýtur beint að kennslu og erfitt reyndist stundum að ræða efnið geðjaðist þátttakendum vel að vinnulaginu. Það hvatti til annars konar lestrar en fyrr, til íhugunar og nýrra hátta við lestur og hugsun. Þar sem efnið var þess eðlis að sérstaka hvatningu þurfti til lestrar spratt af þessu vinna sem annars hefði vart átt sér stað að mati sumra. Lesturinn varð tafsamari en skemmtilesning en engu að síður mjög áhugaverður og ný reynsla. Þátttakendur eru nokkuð samdóma um að þetta hafi ekki breytt miklu í kennsluháttum, en engu að síður verið gagnlegt, gott og skemmtilegt. Þó að sumum þátttakendum fyndist að stirðlega gengi hjá hópnum að „spyrja „réttu" spurninganna" og umfjöllun þeirra væri því fremur laus í reipunum tók leiðbeinandinn vel á því og ræddi efnið. Þannig var hann góð fyrirmynd og varpaði áhugaverðu ljósi á efnið með eigin umfjöllun. Umræðustundirnar og einstaka verk- efni nemenda vöktu áhuga og komu huganum á flug eins og einn viðmælenda orð- ar það. Annar lýsir því hvernig mönnum tókst að tengja efnið við eigin raunveru- leika: „Mér fannst gaman að fá þessi viðbrögð frá mörgu fólki í þessari starfsgrein, gagnvart bókmenntum og lífsreynslusögur sem fólk gat tengt í kringum þetta." Greinilegt er að þátttakendum fannst þetta námskeið áhugaverð nýbreytni í endurmenntun grunnskólakennara, þar sem heimspekileg umfjöllun hefur verið af fremur skomum skammti. Sumir voru að lesa heimspekirit í fyrsta sinn. Einn þátttak- enda tjáir sig svona um ánægju sína: „Mér fannst námskeiðið alveg sérlega skemmti- legt. Það hrærði upp í mér að takast á við eitthvað nýtt. Mér finnst þetta mjög heillandi fag fyrir skólafólk sérstaklega. Ég var rosalega ánægð með þetta námskeið. Ég sakna þess að hafa ekki fengið eitthvað um þetta í námi mínu í Kennaraháskólanum." Fleiri þátttakendur koma að hinu sama, hin heimspekilega umfjöllun þótti ný- stárlegt og áhugavert viðfangsefni og einn þátttakandi segir: „Mér fannst þetta svo uppbyggilegt og menntandi fyrir sjálfa mig." Þá kemur fram hjá sumum að námskeiðið hafi hvatt til lestrar um heimspekileg efni eftir að því lauk. Einn þátttakenda nefnir að eini gallinn hafi verið hve stór hóp- urinn var, betra hefði verið að ræða saman í minni hópum. Hagnýting Margir viðmælenda taka fram að þetta námskeið hafi haft áhrif á hugsunarhátt þeirra og sjónarhorn, eins og megintilgangurinn var. „Maður veltir hlutunum fyrir sér á annan hátt en maður hefur gert" og annar segir námskeiðið hafa „ýtt undir nánari íhugun á ýmsu". Kennarar eiga erfitt með að rekja bein áhrif á kennsluna, einn segir þó „...ég spyr ekki eins beinna spuminga og gef krökkunum meira tækifæri til að leita að lausnum". Einn viðmælenda getur þess að lesefnið hafi verið áhugavert og vakið til umhugsunar. Annar segir að námskeiðið hafi verið uppbyggilegt og menntandi fyrir sig og einn segist vera gagnrýnni á hvernig hann setji efni fram í kennslu. 100
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.