Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Blaðsíða 104
ÁRANGUR SEM ERFIÐI?
Þátttakendur segjast hafa öðlast nýjan skilning á notkun upplýsingatækninnar og
hvernig hún tengist markmiðssetningu í kennslunni, sem tæki í þágu kennara er
þróaðist í sífellu og hefði þannig síbreytileg áhrif á starf kennara sem hana notaði.
Væntingar og skilningur á þessu hafi breyst við þátttöku í námskeiðinu, þar sem
ljóst var að kennsla um upplýsingatæknina var mikilvæg á annan hátt en vænst
hafði verið. Þótt lögð væri áhersla á notkun ýmiss tæknibúnaðar var fyrst og fremst
fjallað um markmið og útfærslu stærðfræðikennslunnar.
Hagnýting
Augljóslega hefur námskeiðið haft áhrif á þátttakendur og fengið kennara til að
skoða stærðfræðina að nokkru í nýju ljósi. „Það er hlustað meira á útskýringar
barnanna... Rökleiðsla þeirra skiptir meginmáli", segir einn viðmælenda. Annar
segir: „Það sem mér finnst áhugaverðast er hvað það hefur hreyft við kennara-
hópnum hérna." Einn bendir á að gagnlegt hafi verið að fá ábendingar um vefslóðir
og að þær hafi verið nýttar. Einn viðmælandi tekur fram að hann muni nota hug-
myndir frá námskeiðinu næst þegar hann fær nemendahóp, en hann kenndi sér-
greinar á þessum tíma. Annar kennari gat þess að áherslur í stærðfræðikennslu sem
rekja má til námskeiðsins muni væntanlega koma fram í skólanámskrá við næstu
endurskoðun hennar. Einn viðmælandi segist hafa reynt að vinna með umhverfið
og nokkrir nefna aukna áherslu á notkun vasareikna og tölvu í kennslu.
HINDRANIR
Allir viðmælendur voru spurðir um hvaða hindranir hefðu helst staðið í vegi fyrir
því að þeir nýttu sér efni námskeiðanna. Skipta má svörunum í tvo flokka, annars
vegar atriði sem lúta að ytri skilyrðum og hins vegar að huglægum þáttum. Dæmi
um fyrri flokkinn eru eftirfarandi: Skortur á kennslugögnum í stofum, skortur á
tækniþekkingu, efniskostnaður, aðgangur að sérstofu, of fáar kennslustundir.
Dæmi um seinni flokkinn eru: Kjark skortir til að hefjast handa, aukinn stuðning
þarf til að læra meira, áhugaleysi meðal kennara, hugmyndin fær ekki hljómgrunn í
skólanum, þ.e. kennarar þekkja hana ekki, erfitt að þurfa að vera einn að prófa sig
áfram.
UMRÆÐA
Þessi athugun á fjórum endurmenntunarnámskeiðum sem 50 kennarar sóttu sýnir
að námskeiðin hafa öll haft talsverð áhrif á þátttakendur eins og við mátti búast.
Kennarar fara af námskeiðunum með góðar hugmyndir sem þeir segjast treysta sér
til að hrinda í framkvæmd og virðast hafa til þess fullt þor. Langflestir kennarar
fara á þessi námskeið að eigin frumkvæði. Orðið kveikja kemur fyrst upp í hugann
þegar áhrifin eru athuguð. Það kemur skýrt fram í viðtölum og tölulegu mati að
námskeiðin hafa öll vakið áhuga eða komið tii móts við mikinn áhuga.
Ekki verður hér farið mjög nákvæmlega í saumana á hugtakinu áhrif en nota-
drjúgt er að líta hér á það í tvíþættri merkingu. Annars vegar er um að ræða áhrif á
102