Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 66

Uppeldi og menntun - 01.01.1999, Síða 66
HEIMA E R BEST klæðast og snyrta sig og taka lyf, að snæða morgunverð, ekur honum til og frá vinnu og styður hann á vinnustað. Benedikt kemur úr vinnu á bilinu 14.00-15.30. Annar starfsmaður kemur um kl. 15.30 (samræður og samráð). Sá starfsmaður sér um að aðstoða Benedikt við hvað annað sem hann þarfnast (fer með hann í sjúkra- þjálfun, tónlist, hestbak, sund, í verslanir eða það annað sem fyrir liggur hvern dag). Starfsmaðurinn sér um að aðstoða Benedikt við matarkaup, elda og ganga frá mataráhöldum í samvinnu við Benedikt og sambýlismann hans eða gesti. Starfs- maður aðstoðar Benedikt í háttinn og gefur honum lyf. Morgunstarfsmaður þarf alltaf að vera að störfum frá kl. 7.30 virka daga og til taks frá kl. 8.00 á helgidögum. Hann starfar átta tíma vinnudag. Aðstoðarmaður síðdegis vinnur alltaf frá 15.30 en ýmist fram til 22.30 eða lengur. Starfsmennirnir tveir vinna 40 stunda vinnuviku að jafnaði en hlutastarfsmaður allt að 30 stundir (og sveigjanlega). Starfsmenn skuldbinda sig til að segja einungis upp með tveggja mánaða fyrir- vara. Starfsmenn aðstoða við að velja næsta starfsmann og kenna honum. „Umboðsmaður"9 Umboðsmaður er starfsmaður Benedikts og lykilmaður í skipulagi og réttindagæslu fyrir hann. Hann ber ábyrgð á því að áætlanir sem byggjast á fyrrgreindum markmið- um og persónu Benedikts verði annað og meira en orðin tóm. Hann tryggir samhengi orða og athafna. Umboðsmaður er ráðinn til starfa og fær greitt fyrir 25-30 stunda vinnu á mánuði, allan ársins hring á yfirvinnutaxta sérfræðings. Umboðsmaður skuld- bindur sig til að hætta ekki starfinu nema að hann ráði og þjálfi staðgengil. Umboðsmaður er fulltrúi Benedikts gagnvart starfsfólki hans, ólaunuðu stuðn- ingsfólki, ættingjum og stuðningshópi (Dóra Bjarnason 1995 og 1999). Hann sér um að ráða og þjálfa starfsfólkið, að tryggja að hvergi verði rof í stuðningskerfinu. Hann annast fyrir hönd Benedikts um starfsleit, bréfaskriftir og pappírsvinnu, styð- ur við félagslegt samhengi og samskipti Benedikts við ættingja og vini og gætir rétt- ar Benedikts í hvívetna. Umboðsmaður er talsmaður Benedikts en er jafnframt ábyrgur andspænis „stuðn- ingshópi" Benedikts og fjárhaldsmönnum. Umboðsmaðurinn þarf að geta unnið sveigjanlega, því starfið getur þarfnast tiltölulega lítils vinnuframlags suma mánuði en meira aðra. Gott er að umboðsmaður hafi starfsréttindi sem þroskaþjálfi,10 kenn- ari, félagsráðgjafi, lögfræðingur eða hafi sambærilega menntun eða að viðkomandi sé í framhaldsnámi á einhverju þessara sviða. Umboðsmannsstarfið er eðli máls samkvæmt ekki fullt starf. Umboðsmaður er ekki forstöðumaður sambýlis (sjá nánar Ferguson 1994 og Ferguson og Ferguson 1996). „Stuðningshópur" og „fjárhaldsmenn" Benedikts geta saman sagt „umboðsmanni" upp ef upp kemur rökstuddur grunur um að viðkomandi hafið brotið rétt á Bene- dikt eða sinni ekki starfi sínu. 9 Sjá drög að starfslýsingu f Viðauka I. 111 Starfsfólk við þroskaþjálfaskor Kennaraháskóla íslands hefur tjáð mér að það hafi fullan hug á að bjóða upp á sérhæft nám sem menntað gæti „umboðsmenn" og að ýmislegt í námi þroskaþjálfa gagnist vel í vinnu í þessu nýja líkani. 64
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.