Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 62
STEFNUR O G STRAUMAR Í NÁTTÚRUFRÆÐIMENNTUN
Tafla 1 Hugsmíði (unnið upp úr UMPERG 1998)
Hugsmíði sem þekkingarfræði Hugsmíði sem kennslufræði
Þekking byggist upp, hún er Nemendur koma í kennslustof-
ekki yfirfærð. una með mótaða heimsmynd sem byggð er á eigin reynslu og námi margra undanfarandi ára.
Fyrri þekking hefur áhrif á náms- Um leið og heimsmynd nem-
ferlið. enda þróast hefur hún áhrif á túlkun þeirra á athugunum og atburðum.
Upphaflegur skilningur er stað- Heimsmynd nemenda hefur til-
bundinn fremur en almennur. finningalegt gildi fyrir þá og þeir kasta henni ógjarnan fyrir róða.
Að byggja upp gagnlega þekk- Það þarf mikið til að spyrja
ingu krefst mikillar vinnu og áleitinna spurninga um heims-
markvissra æfinga. mynd sína, taka hana til endur- skoðunar og breyta henni.
Hópurinn bendir á að ef kennt er samkvæmt forsendum hugsmíðahyggju breytist
hlutverk kennarans frá því að vera uppspretta upplýsinga í að formgera verkefni til
að bæta samskipti, til að spyrja áleitinna spurninga um forhugmyndir nemenda og
til að aðstoða þá við að endurskoða heimsmynd sína.
A síðustu fimmtán árum hafa margar þjóðir farið út í að semja eða endursemja
eins konar „aðalnámskrá". Stundum er námskráin sett fram sem ítarleg kennslu-
skrá sem kennarar verða að fylgja, eins og í Englandi, og það tengjast henni sam-
ræmd grunnskólapróf (Black 1995). En stundum eru námskrár einungis lagðar fram
til viðmiðunar, eins og í Bandaríkjunum (Collins 1995), í Noregi (Natur- og miljofag
1997), og í Skotlandi (Harlen 1995) þar sem könnunarpróf eru lögð fyrir nemendur
á þriggja ára fresti (Stark 1999).
Ekki eru alltaf notaðar sömu skilgreiningar á námskrárhugtökum milli þjóða og
í enskumælandi námskrám má rekast á orð eins og „standards", „outcomes",
„guidelines", „attainment targets" o.fl. Þeir sem stóðu að þróun námskrárinnar í
Bandaríkjunum kusu að túlka „standard" sem „Criteria" og „Vision" (vísi) (Collins
1995), enda eru engin samræmd próf byggð beint á námskránni. En í Ontario í
Kanada (Orpwood 1995) er talað fyrst um „outcomes" (útkomur/árangur) sem er
öll þau atriði sem ætlast er til að nemendur tileinki sér, og „standards" síðan út-
færðir sem það hlutfall nemenda sem nær ætluðum árangri t.d. að 70% nemenda
nái tilgreindum árangri.
60