Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 153
SIGURÐUR KRISTINSSON
Fagmennska, „professionalism", er oftast talin tengjast því þegar starfsgrein býr
yfir verulegri hæfni og þekkingu á tilteknu sviði, nýtir hana til að sinna þörfu hlut-
verki í samfélaginu og hefur einnig sjálfræði um ýmislegt sem lýtur að starfinu, svo
sem um markmið þess, leiðir að settum markmiðum og val skjólstæðinga. Fag hefur
einnig stjóm á því hverjir hljóta leyfi í nafni samfélagsins alls til að stunda viðkom-
andi starfsgrein.8 Skipulag starfsgreinamenntunar er einmitt stór liður í þeirri stjórn.
Af þessari grófu lýsingu má ráða að ekki séu allar starfsgreinar fög (profession).
Augljósustu dæmin um störf sem ekki eru fög eru þau störf sem enga fagmenntun
þarf til, þ. e. störf sem talið er eðlilegt að ófaglærðir stundi og enginn sérstakur lær-
dómur er skipulagður til undirbúnings. Þetta þurfa alls ekki að vera störf sem hver
sem er gæti unnið. Að vera háseti eða afgreiðslumaður í tískuverslun krefst færni
og kunnáttu, þó svo að ekki sé krafist skipulegs starfsnáms og skírteinis. Aðrar
starfsgreinar krefjast sérstaks fagnáms, þar sem reynt er að tryggja tiltekna hæfni og
þekkingu, en þó án þess að samfélagið veiti starfsgreininni það sjálfræði sem ein-
kennir svonefndar fagstéttir. Hér mætti nefna ýmsar iðngreinar sem dæmi. Sumar
aðrar starfsgreinar krefjast gífurlegs lærdóms, þjálfunar og erfiðis ef árangur á að
nást, án þess að vera ótvírætt álitnar fagstéttir. Skáld og heimspekingar eru e.t.v.
dæmi um þetta. Samfélagið felur ekki samtökum þessara greina að skera úr um það
hverjir skuli fá leyfi til að yrkja eða stunda heimspeki og bjóða svo almenningi upp
á árangurinn. En það fær ekki hver sem er leyfi samfélagsins til að bjóða upp á
barnakennslu, sálfræðiaðstoð, eða lyflækningar. Munurinn liggur að einhverju leyti
í því að meira er í húfi. Fúsk í skáldskap og heimspeki er hvimleitt, en veldur lík-
lega ekki stórskaða á borð við þann sem hlýst af fúski við barnakennslu, sálfræði-
ráðgjöf, eða lyflækningar.
George Bernard Shaw skrifaði eitt sinn að fagstéttir væru „samsæri gegn leik-
mönnum."9 Með því vekur hann máls á grundvallarspurningu um tilverurétt fag-
stétta. Hvernig þurfa fagstéttir að halda á málum til að eiga skilið þá viðurkenningu
og það vald sem samfélagið færir þeim? Þarna er komið inn á svið siðferðis og
gildismats. Fagstétt nýtur trausts og viðurkenningar í krafti sérþekkingar og sér-
hæfðs hlutverks sem ekki er mögulegt að inna af hendi án sérþekkingar. Þegar sér-
þekking og þjálfun hefur orðið til á samfélagið ekki annarra kosta völ en að treysta
dómum þeirra sem hafa þekkinguna um það að hverju beri að stefna, hvernig æski-
legt sé að standa að starfsmenntun, hvaða kröfur og skilyrði skuli gera þegar starfs-
leyfi er veitt o.s.frv. Fagstéttin verður þannig dómari um eigin mál og samfélagið
treystir því að hún beiti þessu sjálfræðisvaldi þannig að hlutverki hennar verði
sinnt á sem allra bestan hátt. Þessu trausti brugðust þeir læknar nasistatímans sem
stunduðu sársaukafullar og banvænar tilraunir á mönnum. Þessu trausti er líka
hægt að bregðast í smærri stíl og ekki eins augljósum. Nægir þar að nefna að læknir
kann að mæla með ónauðsynlegri meðferð sem hann hagnast á, eða hafa að engu
ígrundaðar óskir sjúklings um eigin meðferð.
Þessar hugleiðingar leiða í ljós að þeir hæfileikar sem eiginleg starfsmenntun
8 Sjá t.d. Andrew Jameton, Nursing Practicc: The Ethical Issues. Prentice Hall 1984 s. 18-34.
9 George Bernard Shaw, The Doctor's Dilemma, 1906,1. þáttur.
151
L