Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 61

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 61
M . ALLYSON MACDONALD Woodworth 1990). Stundum höfðu nemendur tileinkað sér vísindaleg vinnubrögð að einhverju marki. Á áttunda áratugnum var farið að gera athuganir þar sem fylgst var með náms- ferlinu sjálfu. Þær byggðu t.d. á því að fylgjast vel með kennslunni í kennslustof- unni (Eggleston o.fl. 1976), að vinna með hugmyndir nemenda um hugtök í nátt- úrufræði (Driver og Easley 1978) og að skoða misræmi milli námsefnis og færni nemenda (Shayer og Adey 1981). Á níunda áratugnum fóru rannsóknir á forhugmyndum nemenda um náttúru- fræði að hasla sér völl á mörgum stöðum, t.d. í Englandi, í Bandaríkjunum, Frakk- landi, Svíþjóð og Nýja Sjálandi (sjá t.d. Driver og Erickson 1983, Osborne og Frey- berg 1985, Osborne og Wittrock 1985, Miller og Driver 1987, Novak 1988, Marti- nand og Giordan 1989, Andersson 1990). Nokkrir fóru að velta fyrir sér hvaða kennsluleiðir væru heppilegastar til að auðvelda nemendum að þróa hugmyndir sínar. Fjallað var um nám byggt á hugtakavíxlun (conceptual change) þar sem nám er það að skilja og samþykkja ný hugtök af því að þau eru skiljanleg, rökrétt og skynsöm (Posner o.fl. 1982). Einnig var mikilvægt að gera greinarmun á námi sem athöfn (learning-as-task) og námi sem árangri (learning-as-achievement) (Hewson og Hewson 1988). Samtímis var samvinnunám (cooperative learning) rannsakað og prófað í náttúrufræðikennslustofum (t.d. Johnson og Johnson 1987). Óhætt er að segja að eini rauði þráðurinn í umræðunni um nám og kennslu í fræði- og fagtímaritum á tíunda áratugnum hafi verið hugsmíðakenningar (construc- tivist theories). Að hluta til hefur umfjöllunin um hugsmíði verið byggð á hug- myndum Piaget og Vygotsky. Hér vil ég beina athyglinni að hugmyndum sem Vygotsky hefur lagt fram (sjá rammagrein 1), enda eru hugsmíðakenningar Piaget nokkuð vel þekktar á íslandi. Hugmyndir Vygotsky hafa hlotið nafnið félagsleg hugsmíði (social constructiv- ism) (Howe 1995, Hodson og Hodson 1998a). Vygotsky taldi að kennsla og uppeldi ættu ávallt að vera á undan þróun einstaklinga. Líta bæri á einstaklinginn og samskipti hans við náttúrulegt umhverfi sitt, þar á meðal kennara, sem grundvöll þróunar. Án félagslegra samskipta er ekki hægt að stuðla að þróun. Kennarar gegna lykilhlutverki samkvæmt hugmyndafræði Vygotskys. Þeir leiða nemendur á hærri svið skilnings í samskiptum, samræðum og samvinnu þar sem stuðningur kennara miðast við þroska nemendanna. Margt hefur verið skrifað um hugsmíði en að mínu mati er ein aðgengilegasta skilgreiningin sú sem rannsóknarhópur í eðlisfræðimenntun við háskóla í Massa- chusetts hefur notað (UMPERG 1998). Hópurinn gerir greinarmun á hugsmíði sem þekkingarfræði og hugsmíði sem kennslufræði (Tafla 1): 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.