Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 71
M. ALLYSON MACDONALD
Þarf að bíða eftir framhaldsmenntun eða er hægt að gera eitthvað í kennaranámi
sem stuðlar að því að kennaranemar tileinki sér nýjan skilning, ný vinnubrögð eða
breytt viðhorf?
Emily van Zee (1998) hafði umsjón með kennslufræðinámskeiðum í grunn- og
framhaldsmenntun við háskóla í Maryland þegar hún tók við nýju starfi skömmu
eftir að NSES (sjá bls. 62) kom út. Hún hefur skrifað grein um sex námskeið þar sem
tilgangur var að gefa kennaranemum tækifæri til að kynnast rannsóknum í námi.
Hún ákvað að nota vísana um fagþróun kennara (Standards for Professional
development) sem ramma fyrir námskeiðin og vísana um kennslu (Science Teach-
ing Standards) sem matsramma á námskeiðunum. Eitt námskeiðanna var á fram-
haldsstigi. Nemendur komu saman einu sinni í viku, og voru kennaranemar tvo
daga í viku í skóla.
Hugsmíðahyggjan var lögð til grundvallar kennsluaðferðum sem gerðu kröfur
um virkni og samvinnu nemenda, dagbókaskrif, íhugun og sjálfsmat í umhverfi
sem átti að líkjast grunnskólaumhverfinu. Þó að van Zee sé aðallega að lýsa upp-
byggingu og framkvæmd námskeiða skv. vísunum, leiddi mat í ljós að kennara-
nemar urðu meðvitaðri um gildi rannsókna í kennarastarfi. Nokkrir hefðu þó frem-
ur kosið aukið vægi fyrirlestra í námi en minni eigin virkni.
Hewson og samstarfsmenn hans (1999a, 1999b) við Wisconsin-háskóla í Madi-
son hafa nýlega birt niðurstöður úr stórum og fjölbreyttum rannsóknum sem senni-
lega eiga eftir að marka tímamót.3 Rannsóknirnar eru byggðar á mati á námskeið-
um í grunnnámi kennara, á málstofu um starfendarannsóknir (action research) sem
tengdust vettvangsnámi og starfendarannsóknum með sex kennaranemum. Mark-
mið kennaranámsins var að kennarar myndu tileinka sér hugmyndir um hugtaka-
skipti (conceptual change) og kenna samkvæmt því. Ljóst var að kennsluaðferðir í
fræðigreinum höfðu mikil áhrif á hvernig kennaranemar hugsuðu um náttúrufræði
og hvernig þeir kenndu (Hewson o.fl. 1999a, 1999b). Þörf er á miklum breytingum í
kennslu fræðigreina. Einnig var ljóst að áhrif samstarfskennara, námskrár og skóla-
umhverfis voru mikil. Það kallar á meira samstarf milli skóla og háskóla til að
tryggja samræmi og samþættingu í kennara- og símenntun.
Til umhugsunar
Hvaða ályktanir getum við dregið af þessum rannsóknum sem ég hef kynnt hér? í
CASE-rannsókninni í Englandi var sýnt fram á að vel ígrunduð verkefni sem taka
mið af nútíma kenningum um nám og reynslu sem við höfum af þeim geti leitt til
aukinnar rökfærni og betri námsárangurs. Athyglisvert er að rannsakendur drógu
ekki úr kröfum til nemenda þegar misræmi milli krafna og færni komu í ljós. Væri
ekki gott að taka sömu afstöðu þegar illa gengur að kenna um eðli og hlutverk nátt-
úruvísinda? Er það eingöngu kennurum að kenna að erfitt er að mæta þeim vænt-
ingum sem koma fram í nýjum námskrám? Hafa ekki rannsóknar- og kennara-
menntunarstofnanir hlutverki að gegna við rannsóknir og þróun skilvirkari leiða
með kennurum í anda hugsmíðahyggju?
3 Heilt hefti í tímaritinu Scietice Educatiott var helgað þessum rannsóknum árið 1999, hefti 83,3.
69