Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 67
M. ALLYSON MACDONALD
Niðurstöður gefa til kynna að námsárangur hafi batnað töluvert í CASE-
skólunum, og hann varð allt að 30 hundraðshlutum fyrir ofan meðalárangur ein-
stakra skóla (Adey 1999). Ljóst er að CASE-pakkinn hefur langtímaáhrif, og að auk-
in rökhugsunarfærni hefur yfirfærslugildi á aðrar námsgreinar. Innan hvers skóla
hefur bættur árangur oft tvítinda-dreifingu (bimodal distribution) og spurt er hvort
hvatning og áhugi nemandans skipti einnig máli. Nú er hafin vinna við CAME-
pakka (sem kenndur verður í tengslum við stærðfræði) og einnig er hafin vinna við
vérkefni handa yngri börnum (5-7 ára) þar sem unnið verður með hlutbundnar
aðgerðir (concrete operations) frekar en rökhugsun (formal operations).
Tafla 2
Fimm forsendur sem liggja að baki CASE-verkefninu
(unnið upp úr Adey 1999)
Hlutbundinn undirbúningur Rammi viðfangsefnisins er skilgreindur. Orðaforði, tæki og samhengi kynnt.
Meðvitað nám Nauðsynlegt er að fjalla um og íhuga úr- lausnarferlið.
Hugtakaárekstrar Hugsun þróast þegar fyrri hugsun er véfengd. Hugsmíð Nemendur byggja upp eigin röksemdafærslu. Tenging Ferli rökhugsana sem byggjast upp í CASE verkefni verður að yfir- færa á annað sam- hengi.
Hér að framan hefur verið rætt um að matsstörf í stórum þróunarverkefnum á
sjötta og sjöunda áratugnum hafi grundvallast nær því eingöngu á mati á náms-
árangri og áhuga nemenda. Snemma á áttunda áratugnum fóru fram á Englandi
rannsóknir á kennsluháttum í náttúrufræði (Eggleston o.fl. 1976). Fylgst var með 95
kennurum sem kenndu 14 ára nemendum líffræði, efnafræði og eðlisfræði sam-
kvæmt leiðbeiningum sem fylgja Nuffield-kennsluefninu, einu stærsta þróunar-
verkefninu á Englandi á þessum tíma. Gátlisti fyrir vettvangsathuganir, nefndur
STOS, var þróaður þar sem leitast var við að skrá þær námskröfur sem gerðar voru
til nemenda, s.s. eðli spurninga, leit að upplýsingum og samvinnu milli nemenda.
Kennarar voru flokkaðir með klasa-greiningu og fram komu þrír flokkar sem ein-
kenna má eftir því hvort kennarar lögðu áherslu á úrlausnarefni (Problem-solver,
lausnaleitandi), miðlun þekkingar (Informer, fræðari) eða að leita svara við spurn-
ingum (Inquirer, heyrari). Sama aðferð var notuð síðar í rannsóknum í Kanada
65