Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 87
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR
áhugi á að athuga einstök atriði nánar. Áhyggjur hafa talsvert verið athugaðar í
rannsóknum á börnum sem eiga við vanda að stríða en sjaldnar í rannsóknum er ná
til almenns þýðis barna. Þó er ljóst að við ýmsar aðstæður verða börn sem ekki hafa
verið greind með sérstök vandamál stundum gripin ótta eða þau búa við tímabund-
ið álag sem hamlar þroska þeirra og möguleikum til lífsfyllingar.
í rannsókninni á áhyggjum og lausnum var spurt: Hvaða áhyggjur hafa
íslensku tíu ára börnin og foreldrar þeirra? Eru tengsl milli áhyggna, færni og
daglegra aðstæðna? Hvert er mat barna, kennara og foreldra á þáttum er snerta
áhyggjur barnanna? Hvernig segjast börn leysa vandamál? Hvernig tengjast þessi
atriði öðrum niðurstöðum?
Börnin svöruðu spurningu um tíu áhyggjuefni, sjá töflu 1. Þau völdu milli
svarkostanna „aldrei, sjaldan, oft og mjög oft". Á spurningalista foreldra var einnig
spurt um áhyggjur, en áhyggjuefnin voru ekki samræmd. Það er ákveðinn veikleiki
en ákvörðun um að spyrja börn um áhyggjur og lausnir var tekin eftir að for-
eldralistinn var frágenginn.
Tengsl áhyggna og færni og tíðni þeirra
Athugað var hvort og að hvaða marki áhyggjur barnanna tengdust einstaklings-
bundnum þáttum.
Niðurstöður um börn sem sögðust hafa miklar áhyggjur og litlar voru bornar
saman. í ljós kemur að tíðni áhyggna tengist nokkrum einstaklingsbundnum þátt-
um öðrum fremur. Þannig mælast börn sem segjast hafa litlar áhyggjur, samanbor-
ið við börn með miklar áhyggjur, marktækt hærri á félagsfærni, bæði þegar börnin
leggja mat á hana sjálf (r =-0,19) og foreldrar þeirra ( r =-0,24), þau hafa sterkari
sjálfsmynd (r =-0,35), betri orðskilning (r =-0,24) og hegðunarvandi þeirra er fátíðari
að mati kennara (r =-0,25). Því meiri áhyggjur sem börnin segjast hafa því lægri er
sjálfsmynd þeirra og orðskilningur slakari. Því meiri áhyggjur sem börnin segjast
hafa því meiri hegðunarvandi er fyrir hendi að mati kennara.
Hins vegar var ekki marktæk fylgni við aðra þætti sem kennarar mátu, s.s.
skapgerð eða við nokkra þætti sem börnin svöruðu til um, þ.e. afstöðu barna til
námsgreina og skóla, tengsl við félaga og stjórnrót.
Spurningin um áhyggjur hljóðaði svo: „Hversu oft hefurðu áhyggjur af eftirfar-
andi atriðum". Flest segjast börnin „stundum" eða „aldrei" hafa áhyggjur af þeim
atriðum sem um var spurt. Þetta á við um 62-92% barnanna eftir áhyggjuefnum.
Um það bil 10% barnanna segjast hafa talsverðar áhyggjur og af ýmsum atriðum. Af
þessu sést aðflest börnin segjast stundum eða aldrei liafa áhyggjur. Þetta samrýmist áður-
greindum niðurstöðum sem sýna að kennarar, foreldrar og börn í þessari athugun
leggja yfirleitt fremur jákvætt mat á aðstæður barnanna.
Hvað vekur mestar og minnstar áhyggjur?
Ef eingöngu er litið til þeirra svara er gefa til kynna minnstar og mestar áhyggjur
(svarið „stundum" sem hafði hæst meðaltal ekki tekið með) eru svörin eftirfarandi,
sýnd í hlutfallstölum:
85