Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 164

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 164
UMHVERFISMENNT í ÍSLENSKUM SKÓLUM mengun, sorp, hreinsun og fegrun umhverfis. Áhugi og virkni leikskóla kemur vel fram og vísbendingar um veika stöðu umhverfismenntar í framhaldsskólum (Sigurlín Sveinbjarnardóttir 1990a, 1990b). Frá þessum tíma hefur ýmislegt gerst. Á árunum 1993-2002 munu tæplega 1300 kennarar brautskrást frá Kennaraháskóla íslands, sem lokið hafa 2 ein. námskeiði um umhverfismennt og því fengið nokkra innsýn í nýjar áherslur og leiðir í kennslu á þessu sviði og hugmyndir frá ráðstefn- unni Miljö91 hafa breiðst út; sérhannað námsefni hefur séð dagsins ljós í nokkrum mæli; þróunarsjóðir hafa styrkt allmörg verkefni í umhverfismennt í skólum; tölvu- notkun í skólum hefur aukist; íslenskir skólar hafa tekið þátt í innlendum og alþjóð- legum umhverfisverkefnum oft í tölvusamskiptum og um 80 kennarar og 1300 nemendur leik- grunn- og framhaldsskóla tóku þátt í norræna umhverfisfræðslu- verkefninu MUVIN (Miljöundervisning i Norden) á árunum 1992-1996. Um þetta verkefni hafa birst kynningarrit, skýrslur og bækur og haldið var námskeið fyrir kennara við kennaramenntunarstofnanir og aðra kennara sem sjö íslendingar sóttu (Stefán Bergmann 1994,1995b; Hrólfur Kjartansson 1997). Fréttir berast nú frá skólum um aukinn áhuga á útikennslu sem bætt getur stöðu umhverfismenntar; einnig fjölgar þeim skólum sem setja sér umhverfisstefnu til að styrkja uppeldisáhrif skólastarfsins, sýna fordæmi um ábyrga hegðun og virkja nemendur í jákvæðum aðgerðum. Af þessu má ráða að veruleg reynsla af umhverfismennt hefur orðið til í ís- lenskum skólum á undanförnum árum og þeim skólum sem stunda markvissa um- hverfismennt hefur fjölgað talsvert. Margt hefur gerst í samfélaginu sem hvetur skóla áfram í viðleitni til bættrar umhverfismenntar. Hins vegar verður þess oft vart að enn eru margir skólar sem ekki stunda mark- vissa umhverfismennt. Fyrir þann hóp eru sennilega lýsandi orð skólastjórans sem lýsti stöðunni í sínum skóla með þessum orðum: „Umhverfismennt er sennilega stunduð eitthvað í flestum greinum án þess að sérstakt átak hafi verið gert. Þetta er sennilega svipað og í mörgum öðrum skólum." Svo virðist sem umhverfismennt hafi átt erfitt uppdráttar í framhaldsskólum þó að undantekningar séu til. Þannig kom í ljós í MUVIN verkefninu að þeir áttu erfitt með að finna svigrúm fyrir umhverfismennt nema helst í nýjum áföngum (Stefán Bergmann 1994). Sérstaklega hefur iðnnám og annað sérnám á þessu skólastigi sýnt litla viðleitni til að taka upp umhverfismennt. í Tækniskóla íslands hefur markviss umhverfismennt verið kennd síðan á 8. áratugnum og er nú inni víða í náminu við skólann og með fjölbreytilegum hætti (Kennsluskrá 1998-1999 Tækniskóli íslands). Nýjar aðalnámskrár sem út komu 1999 eru allrar athygli verðar frá sjónarhorni umhverfismenntar. Umhverfismennt er gerð allgóð skil í námskrám leik- og grunn- skóla. Með námskrá grunnskóla skapast ágætur grundvöllur til að byggja upp um- hverfismennt í grunnskólum bæði innan námsgreina og í samstarfi fleiri greina. Þær greinar sem gera umhverfismennt best skil eru: náttúrufræði, samfélagsfræði, landafræði, lífsleikni, heimilisfræði, upplýsinga- og tæknimennt og myndmennt. (Aðalnámskrá grunnskóla 1999). Ljóst er að grunnskólar eiga mikið starf fyrir hönd- um að skipuleggja umhverfismennt og koma henni fyrir í sínum skólanámskrám. 162
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.