Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 164
UMHVERFISMENNT í ÍSLENSKUM SKÓLUM
mengun, sorp, hreinsun og fegrun umhverfis. Áhugi og virkni leikskóla kemur vel
fram og vísbendingar um veika stöðu umhverfismenntar í framhaldsskólum
(Sigurlín Sveinbjarnardóttir 1990a, 1990b). Frá þessum tíma hefur ýmislegt gerst. Á
árunum 1993-2002 munu tæplega 1300 kennarar brautskrást frá Kennaraháskóla
íslands, sem lokið hafa 2 ein. námskeiði um umhverfismennt og því fengið nokkra
innsýn í nýjar áherslur og leiðir í kennslu á þessu sviði og hugmyndir frá ráðstefn-
unni Miljö91 hafa breiðst út; sérhannað námsefni hefur séð dagsins ljós í nokkrum
mæli; þróunarsjóðir hafa styrkt allmörg verkefni í umhverfismennt í skólum; tölvu-
notkun í skólum hefur aukist; íslenskir skólar hafa tekið þátt í innlendum og alþjóð-
legum umhverfisverkefnum oft í tölvusamskiptum og um 80 kennarar og 1300
nemendur leik- grunn- og framhaldsskóla tóku þátt í norræna umhverfisfræðslu-
verkefninu MUVIN (Miljöundervisning i Norden) á árunum 1992-1996. Um þetta
verkefni hafa birst kynningarrit, skýrslur og bækur og haldið var námskeið fyrir
kennara við kennaramenntunarstofnanir og aðra kennara sem sjö íslendingar sóttu
(Stefán Bergmann 1994,1995b; Hrólfur Kjartansson 1997).
Fréttir berast nú frá skólum um aukinn áhuga á útikennslu sem bætt getur
stöðu umhverfismenntar; einnig fjölgar þeim skólum sem setja sér umhverfisstefnu
til að styrkja uppeldisáhrif skólastarfsins, sýna fordæmi um ábyrga hegðun og
virkja nemendur í jákvæðum aðgerðum.
Af þessu má ráða að veruleg reynsla af umhverfismennt hefur orðið til í ís-
lenskum skólum á undanförnum árum og þeim skólum sem stunda markvissa um-
hverfismennt hefur fjölgað talsvert. Margt hefur gerst í samfélaginu sem hvetur
skóla áfram í viðleitni til bættrar umhverfismenntar.
Hins vegar verður þess oft vart að enn eru margir skólar sem ekki stunda mark-
vissa umhverfismennt. Fyrir þann hóp eru sennilega lýsandi orð skólastjórans sem
lýsti stöðunni í sínum skóla með þessum orðum: „Umhverfismennt er sennilega
stunduð eitthvað í flestum greinum án þess að sérstakt átak hafi verið gert. Þetta er
sennilega svipað og í mörgum öðrum skólum."
Svo virðist sem umhverfismennt hafi átt erfitt uppdráttar í framhaldsskólum þó
að undantekningar séu til. Þannig kom í ljós í MUVIN verkefninu að þeir áttu erfitt
með að finna svigrúm fyrir umhverfismennt nema helst í nýjum áföngum (Stefán
Bergmann 1994). Sérstaklega hefur iðnnám og annað sérnám á þessu skólastigi sýnt
litla viðleitni til að taka upp umhverfismennt.
í Tækniskóla íslands hefur markviss umhverfismennt verið kennd síðan á 8.
áratugnum og er nú inni víða í náminu við skólann og með fjölbreytilegum hætti
(Kennsluskrá 1998-1999 Tækniskóli íslands).
Nýjar aðalnámskrár sem út komu 1999 eru allrar athygli verðar frá sjónarhorni
umhverfismenntar. Umhverfismennt er gerð allgóð skil í námskrám leik- og grunn-
skóla. Með námskrá grunnskóla skapast ágætur grundvöllur til að byggja upp um-
hverfismennt í grunnskólum bæði innan námsgreina og í samstarfi fleiri greina.
Þær greinar sem gera umhverfismennt best skil eru: náttúrufræði, samfélagsfræði,
landafræði, lífsleikni, heimilisfræði, upplýsinga- og tæknimennt og myndmennt.
(Aðalnámskrá grunnskóla 1999). Ljóst er að grunnskólar eiga mikið starf fyrir hönd-
um að skipuleggja umhverfismennt og koma henni fyrir í sínum skólanámskrám.
162