Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 176

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 176
HEILLANDI GLIMA og 19. Af ástæðum sem aðrir sjá ekki í hendi sér fullyrti Mersenne einnig að væri p = 67 fengist frumtala. Engar heimildir hafa fundist um það að hann hafi talið sig hafa sannað þá fullyrðingu en tilgátan var óvéfengd í 250 ár þar til sýnt var fram á, árið 1903, að hún stenst ekki því töluna 267-l sem er talan 147.573.952.589. 676.412.927 má rita sem margfeldi talnanna 761.838.257.287 og 193.707.721. Stærðir þessara talna ættu að gefa lesandanum hugboð um hve gífurlega vinnu stærðfræð- ingar fyrri tíma, sem höfðu yfir engum reiknitækjum að ráða, þurftu að inna af hendi í glímunni við frumtölurnar, sem eru eins og áður sagði hornsteinar sígildrar talnafræði. Erdös sjálfur átti eftir að takast á við spurninguna um það hvernig frumtölur dreifast á meðal náttúrlegra talna. Hinn mikilsvirti þýski stærðfræðingur Carl Friedrich Gauss (1777-1855), sem stundum hefur verið kallaður mesti stærðfræð- ingur allra tíma, hafði sett fram reglu (setningu) sem lýsir því tölfræðilega hvernig frumtölur dreifast meðal náttúrlegu talnanna, reglu sem samræmdist dreifingu þeirra frumtalna sem þekktar voru á dögum hans. En Gauss sannaði ekki að setn- ingin, sem gengur undir nafninu Frumtölusetningin, væri alfarið sönn, þ.e. að hún gilti fyrir allar frumtölur, líka hinar óendanlega mörgu óþekktu. Einni öld síðar var setningin loks sönnuð og þá á allflókinn hátt og þyngslalegan, sem bestu stærð- fræðingar voru sammála um að yrði ekki umflúinn. Þetta afsannaði Erdös hins vegar árið 1949 í samvinnu við stærðfræðinginn Atle Selberg með einfaldri sönnun í anda sígildrar talnafræði, sönnun sem vakti athygli stærðfræðinga víða um heim. Segja má að þetta hafi verið stærsti sigur Pauls Erdös í glímunni við frumtölurnar, tölurnar sem einn æskuvinur hans orðaði það svo að Erdös hefði verið með „á heilanum" allt sitt líf (73). Segja má að það hafi einkennt Erdös sem stærðfræðing, og í raun skilað honum miklum fræðilegum árangri, að vera ákaflega forvitinn um stærðfræðileg efni og spyrja sig spurninga sem hvörfluðu ekki að öðrum. Jafnvel að draga í efa það sem aðrir stærðfræðingar töldu fræðilega einsýnt (21). Þó er engum blöðum um það að fletta að hin mikla greind sem hann fékk í vöggugjöf hlýtur að teljast vega þyngst á metunum sé litið á þann fræðilega árangur sem hann náði á starfsævi sinni. Afköst- in voru slík að með ólíkindum hlýtur að teljast. Einungis einn stærðfræðingur, Leonhard Erdös sem var uppi á 18. öld, hefur í tímans rás birt meira stærðfræðilegt efni en Erdös. Stærðfræðileg forvitni Erdös og áhugi hans á því sem aðrir voru að glíma við skilaði hvað mestum árangri á sviði svokallaðrar Ramsey-fræöi sem fellur undir taln- ingarfræði í stærðfræðinni. Hoffman gefur lesandanum skýra og skemmtilega mynd af dæmigerðum viðfangsefnum Ramsey-fræðinnar. Dæmin varpa ljósi á það af hverju talningarfræði er oft lýst sem listinni að telja án þess að telja. Það einkennir Ramsey-fræði líkt og sígilda talnafræði að auðvelt er að útskýra dæmigerð við- fangsefni greinarinnar, jafnvel fyrir hverjum sem er, en lausnirnar kunna hins vegar að vera með því þyngsta sem stærðfræðingar hafa tekist á við. Það var árið 1947, í glímunni við tiltekið Ramsey-dæmi, sem Erdös fann upp aðferð sem beita má til að sanna tilvist ákveðinna fyrirbrigða. Aðferðina mætti kalla slembiaðferð eða handa- hófsaöferð og satt að segja kom það „að kasta upp peningi" við sögu. Þessi aðferð 274
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.