Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 17
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR
hæfileika í dansi innan skóla sem utan eigi kost á verklegri þjálfun í dansi á vegum
skólans. Að hans mati ætti dans sem hluti námskrár skóla að tengjast öðrum greinum
til eflingar listum og reynslu á því sviði irtnan skóla sem utan, jafnt í eigin sem öðrum
menningarhópum. Brinson leggur einnig áherslu á að styrkja þurfi dans í verkmennta-
skólum, svo að unnt sé að sinna og sjá völdum nemendum fyrir verklegri þjálfun. Að
lokum bendir hann á að í einstökum byggðarlögum ætti að þróa aðstæður sem veita
íbúum tækifæri til að viðhalda áhuga og hæfni í dansi eftir að skólagöngu lýkur.
Hugmyndir Brinsons náðu ekki heldur að komast í hina nýju námskrá frá 1996.
Þrátt fyrir verulegar breytingar á skyldunámi í íþróttum barna og unglinga hefur
breskum áhuga- og fræðimönnum um dansmenntun ekki tekist að losa dans-
kennslu í skólum undan námskrá í íþróttum og færa hana inn á svið lista.
DÆMI UM NÁMSKRÁ í DANSI/DANSMENNT
Dæmi um dans á skyldunámsstigi verða tekin frá Bretlandi og Noregi en bæði löndin
hafa nýlega gengið frá námskrám um íþróttir sem fela í sér skyldunám bama í dansi.
Einnig verður vikið að nýrri íslenskri námskrá í dansi sem er innan sviðs listgreina.
Kynnt verða helstu markmið dansins í áðurnefndum námskrám en megin-
áhersla lögð á þá íslensku, sérkenni hennar og útfærslu.
Bresk námskrá í skólaíþróttum á skyldunámsstigi frá 1996
í breskri námskrá í íþróttum á skyldunámsstigi (The National Curriculum frá 20.
ágúst 1996) er dans sérstakur hluti af heildarnámskrá í íþróttum fyrir 5-16 ára börn
svo sem hann var í fyrri námskrá.
Dans er skyldugrein innan íþrótta fyrir aldurshópana 5-11 ára en síðari sex árin
(11-16 ára) er dans valgrein á sviði íþrótta. Þar er hlutfall hans af heildinni ekki skil-
greint. Markmiðum dansins er skipt eftir aldri barna í fjóra meginflokka/ -stig.
Skipting er þannig: Fyrsta stig 5-7 ára, 2. stig 7-11 ára, 3. stig valgrein fyrir 11-14 ára
og 4. stig valgrein 14-16 ára (sjá viðauka 1, bls. 29).
Á fyrsta stigi er lögð áhersla á að kenna nemendum að ná valdi á hreyfingum
og bregðast við hugarástandi sem tónlist vekur. Á öðru stigi á að kenna nemendum
að setja saman hreyfimynstur og stjóma eigin hreyfingum, kenna þeim dansa frá
ólíkum tímabilum og stöðum. Á þriðja stigi er dans valgrein allt til loka skyldu-
náms eða námskeið á sérstökum danssviðum. Á fjórða stigi er dans valgrein og
kennurum ætlað að kenna nemendum að semja, sýna, túlka og meta dansa.
í námskránni er tekið fram að námsmat skuli fara fram við lok hvers námsstigs
og eru markmið sem kennurum eru sett prófuð á nemendum. Námskrá segir að
kenna skuli nemendum að sýna dansa og ná valdi á að greina og túlka dans, svo og
mun á dönsum.
Athyglisvert er að markmið í íþróttum eru miðuð við kennarann en ekki hvað
börnum er ætlað að læra og ná valdi á.
Námsmat skal fara fram við lok hvers námsstigs og eru markmið sem kennur-
um eru sett prófuð á nemendum. Námsmat felst því í könnun á hvað flestir nemend-
ur geta sýnt að þeir hafi tileinkað sér í lok hvers stigs af þeim markmiðum sem
25