Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 29
SIGRÍÐUR Þ. VALGEIRSDÓTTIR
valgrein. Óljóst er hvaðan þessir tímar eiga að koma því lífsleikni fær einn tíma á
viku frá 4. bekk en samkvæmt ritinu Enn betri skóli eru gefin a.m.k. fjórtán dæmi um
námskeið sem skólastjórar hafa frjálsar hendur um að velja. Vel kemur til greina að
skólar velji ekki dansmennt sem hluta af námi í lífsleikni og alger óvissa um hve
mikill munur kann að verða á fjölda kennslustunda og á námsefni barna í skólum
sem bjóða upp á dansmennt. Nefnd voru nokkur úrræði sem beita má tii að mæta
þessum vanda að hluta með tengslum við aðrar námsgreinar grunnskólans. Hug-
myndir að útfærslu á dansmennt í samræmi við ný grunnskólalög og markmið
dansmennta sem hér voru kynnt benda til að tengja megi hana við nokkrar náms-
greinar í grunnskóla en til þess þarf að ætla bekkjarkennurum tíma til að vinna að
samþættingu.
Hugleitt var hvernig haga megi menntun grunnskólakennara til undirbúnings
nýju hlutverki. Lagt var til að boðið verði upp á raðnámskeið fyrir starfandi grunn-
skólakennara þar sem eitt námskeið væri forsenda annars. Jafnframt yrði stofnað til
valgreinar í dansmennt í almennu kennaranámi og í kjölfar þess framhaldsnáms
fyrir dansmenntakennara.
Viðfangsefni til náms í dansmennt ætti ekki að vera vandamál ef gengið er út
frá því að grunnskólakennarar, sem lokið hafa námi/námskeiðum í dansmennt,
annist yfirleitt dansmenntakennsluna fyrstu árin. Ljóst er að leggja þarf nokkra
vinnu í að gera innlent efni aðgengilegt fyrir kennara grunnskólans með einfaldri
framsetningu aðferða og efnis í dansmennt svo og dönsum, ljóðum og lögum. Bent
var á mikilvægi þess að börn kynnist í verki eigin arfleifð á sviði dansins.
Gefin voru dæmi um samstarf námsgreina og bent á að auk samræmingar
námsefnis þyrfti að örva skapandi hugsun í tengslum við samþættingu greina. Bent
var á að þannig mætti víkka sköpunarhæfileika barna með markvissu skipulagi á
örvandi námsumhverfi. Jafnframt kallar samstarf greina á frjóa hugsun kennara
sem leita leiða við að útfæra hliðstæð markmið samþættra greina.
Að lokum var lögð áhersla á að gefa börnum heilsteypta undirstöðu og víða
sýn á sérkenni hinna ýmsu danssviða, hlutverk þeirra í nútíma samfélagi og val-
kosti á þessu sviði í efstu bekkjum skólans.
Á síðustu árum grunnskólans má ætla að nemendum verði boðin valgrein í
dansi sem einkum er hugsuð fyrir þá sem hyggja á framhaldsnám í dansi á sérstöku
sviði. Æskilegt er að geta jafnframt boðið nemendum sem kjósa aðra valgrein upp á
stutt námskeið ef þeir óska að kynnast nánar einhverjum sviðum dansins sér til
ánægju og tómstundagamans. Fyrir þá sem stefna að framhaldsnámi í dansi þarf að
skipuleggja tengsl við æfingaskóla eða aðra aðstöðu fyrir verklega þjálfun.
Gildi lista í menntun barna virðist hafa verið vanmetið í samanburði við bók-
legt nám. Ken Robinson, prófessor í listmennt, ritar grein í dagblaðið Times (6.
febrúar, 1998 bls. 49) um störf breskrar ráðgjafarnefndar sem falið var að fjalla um
menntun til eflingar skapandi hugsun og menningu (Creative and Cultural Edu-
cation). I nefndina voru skipaðir sérfræðingar í vísindum, viðskiptum, listum og
menntun. Samkvæmt höfundi eru allir nefndarmenn þekktir fyrir að vera skapandi
á sínu sviði. Robinson bendir á að í umræðu um gæðaskóla sé talið að góður efna-
hagur Bretlands sé háður því að komið sé til móts við hæfileika nemenda og segir
27