Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 90

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 90
TÍU ÁRA BÖRN STANDA VEL AÐ VÍGI bama (r =-0,20). Þá kom fram vísbending um að minni áhyggjur fylgdust að við lengri skólagöngu mæðra. Þegar bornir voru saman tveir hópar, þau 15% barna sem höfðu minnstar áhyggjur við þau 15% sem höfðu mestar áhyggjur höfðu börn mæðra með styttra nám oftar áhyggjur en börn mæðra með lengra nám. Þó var það frávik frá þessu, að mæður með meðallangt starfsnám áttu oftar en aðrar börn í hópi þeirra 15 % barna sem höfðu mestar áhyggjur. Hvernig segjast börnin leysa vandamál? Börnin voru spurð hvernig þau leystu vandamál, þau voru beðin að merkja við nokkrar leiðir og hvort þau notuðu þær „aldrei, stundum, oft eða mjög oft". Þegar svörin „oft eða mjög oft" eru lögð saman sést að nokkuð mörg barnanna eða 38%, reyna að takast á við vandamálin sjálf, 22% reyna að leysa málið með því að gleyma þeim og 9% með því að fá reiðiköst eða fara að gráta. Um það bil helm- ingur barnanna segist oft eða mjög oft biðja um hjálp frá foreldrum. Ívíð fleiri, 53%, nefna mömmu en pabba, 46%. Um 23% leita til félaganna, 17% til systkina og 16% til afa eða ömmu. Um þriðjungur barna segist leita til kennarans. Á hinum enda kvarðans vekur athygli að 8% barna segjast aldrei leita til mömmu og 10% aldrei til föður til að leysa vandamál. Athugað var með ANOVA greiningu hvort munur væri marktækur eftir því hvert börnin segðust leita aðstoðar, samanborið við félagsfærni að mati foreldra, félagsfærni og hegðunarvanda í skóla að mati kennara. Munurinn var í mörgum tilvikum ekki marktækur. í ljós kom þó að þau börn bjuggu yfir marktækt meiri félagsfærni og áttu við minni hegðunarvanda að stríða, hvort tveggja að mati kennara, sem sögðust oft eða mjög oft leita aðstoðar mömmu, samanborið við börn sem sögðust aldrei eða stundum gera það. Þau börn sem leit- uðu oft eða mjög oft til systkina voru líka metin félagslega færari af kennurum. Hið sama átti ekki við um að leita hjálpar hjá pabba eða öðrum. UMRÆDA Samanburður á helstu niðurstöðum er varða ytri aðstæður og færni barnanna í þessari rannsókn sýndi ekki mikinn mun milli landa. Umhverfið var flestum börn- um hagstætt og er þá m.a. vísað til niðurstaðna um þroska þeirra, uppvöxt, heilsu- far og skólagöngu. Utkoman á þeim mælitækjum sem hér var beitt hvað snerti einstaklingsbundna þætti reyndist í meginatriðum há. Eins og rætt var um í upp- hafsköflum greinarinnar er slík útkoma í svipuðum rannsóknum jafnan túlkuð sem jákvæð þannig að félagsleg og tilfinningaleg staða þeirra einstaklinga, sem mælast hátt í því tilliti sem vísað er til hér, sé að jafnaði betri en ella. Þessi jákvæða mynd er áberandi og jafnframt kom í ljós að nokkur hópur barna á við erfiðleika að etja. Niðurstöður ber að túlka með skynsamlegri varúð og eru þær auðvitað bundnar mælikvörðunum, sem virtust traustir en hafa ber í huga að innviðir allra slíkra tækja eru gildisbundnir. Þessi grein er hin fyrsta sem birtist hérlendis um niðurstöðurnar og því ástæða til að endurtaka það sem fram kom í norrænu skýrslunni í kjölfar þeirra. Þar var 88
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.