Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 152

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 152
KENNING O G STARF í STARFSMENNTUN __________________________________ HVAÐ ER FAGMENNSKA? Páll Skúlason hefur varið þá skoðun að eiginleg menntun felist í vexti eða „fuUkomnun þeirra eiginleika sem mönnum eru eðlislægir. Að menntast er þá að verða meira maður - ekki meiri maður - í þeim skilningi að þær gáfur eða eiginleikar sem gera manninn mennskan fái notið sín, vaxi og dafni eðlilega."5 Páll heldur áfram: „í samræmi við þessa skoðun veita skólar ekki menntun, heldur framreiða ýmislegt sem ætti að stuðla að menntun, þótt óvíst sé hvemig til tekst. Menntunin sjálf er ævinlega sjálfsmenntun í þeim skilningi að það er lífveran sjálf, maðurinn, sem þroskast, vex og dafnar."6 Þessi almenna menntahugsjón er í samræmi við það sem hér hefur verið sagt um möguleikann, eða öllu heldur ómöguleikann, á að skilgreina menntun út frá lýsingu á tilteknu náms- eða menntunarferli. Mælikvarðinn á hvað telst menntun og hvað það er að menntast er óháður ferlinu, en er í staðinn fenginn með vísun í mannlegt eðli. Tiltekið námsferli er menntunarferli að því marki sem það felur í sér „fullkomnun þeirra eiginleika sem mönnum eru eðlislægir", svo aftur sé vitnað í orð Páls. Sú aristótelíska eðlishyggja sem þarna má ef til vill greina, er að sjálfsögðu um- deild. Það er margt að varast þegar fullyrt er um sameiginlegt manneðli, því að þá er stutt í þá hugmynd að hægt sé að lýsa þessu manneðli í smáatriðum, sem býður því heim að slíkar lýsingar séu notaðar til að skilgreina frávik og leggja lið hvers kyns fordómum gagnvart hinu óvenjulega og óþekkta.7 En hugmynd Páls um menntun krefst þess ekki að gengið sé út frá varhugaverðum manneðlishugmynd- um. Öll fellum við hversdagslega dóma sem fela í sér mat á því hvað sé þroski og hvað einber þróun. Við virðumst fullkomlega staðföst og sjálfsörugg í þessum dóm- um jafnvel þótt fæst okkar hafi skoðun á því hvaða kostir myndu prýða hinn full- komlega þroskaða einstakling, hvað þá að við styðjumst við manneðlishugsjón sem við teljum að gildi fyrir allar manneskjur, alls staðar og á öllum tímum. Það má líta á menntun sem mannlegan þroska án þess að ganga út frá neinni ákveðinni kenn- ingu um það hvað mannlegur þroski sé og e.t.v. líka án þess að svo mikið sem fall- ast á að slík heildarkenning sé möguleg. Ef við föllumst þá í bili á þessa almennu útlistun Páls á því hvað menntun sé, þá vaknar sú spurning hvaða skilning hún leiði af sér á hugtakinu starfsmenntun. Það virðist hæpið að ætla starfsmenntun það hlutverk að stuðla að fullkomnun eðlislægra eiginleika mannsins. Sá þroski sem starfsmenntun stuðlar að er ekki þroski manneskjunnar sem manneskju, heldur þroski hennar sem fagmanneskju. Þetta tvennt er eflaust samtvinnað; þeir eiginleikar sem gera manneskju að betri fag- manneskju eru eflaust að stórum hluta um leið þeir eiginleikar sem gera hana meira að manneskju. En til að fá betri sýn á hugtakið starfsmenntun þurfum við að þrengja þroskahugsjónina og miða hana við skilning okkar á hugtakinu fagmennska. 5 Páll Skúlason, Pælingar, Páll Skúlason 1987, s. 305 6 Ibid. 7 Þessi ótti við afleiðingar eðlishyggju er alþekktur, en á íslenskum vettvangi kemur hann m.a. fram í viðbrögð- um Sigríðar Þorgeirsdóttur við skrifum Kristjáns Kristjánssonar um uppeldi og menntun. Sigríður segir meðal annars að ef „eðlishyggjukenningum er beitt í siðferðilegum tilgangi fela þær í sér hugmyndir um eðli og hugsanlegt ó-eðli sem geta verið grundvöllur fordæmingar og mismununar." „Siðfræðikennsla í skólum," í Hvers er siðfræðin megnug? s. 77. 150
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.