Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 86
TÍU ÁRA BÖRN STANDA VEL AÐ VÍGI
anburði við hin löndin (Schultz Jörgensen o.fl. 1998, 213 ). Það að barn sé jákvætt í
garð skólans annars vegar og hagi sér vel þar að mati kennarans hins vegar fer ekki
endilega saman. Hér kann að vera áhugaverður munur á skólabrag og menningu
milli landa.
Fleira verður ekki tíundað hér um samanburð almennra niðurstaðna, þó að
ýmislegt annað veki áhuga. Þetta á t.d. við um samanburð á aðstæðum fjölskyldn-
anna og hvernig þær tengjast mati á færniþáttum.7
Jákvæð útkoma meðal meginþorra barnanna beinir ekki athyglinni frá því sem
íþyngir börnum. Hér er þó ekki rúm til að fjalla um þau börn sem virðast eiga við
sérstök vandamál að stríða. Eitt atriði þessu skylt sem nær til heildarhópsins var
tekið til sérstakrar athugunar en það voru áhyggjur íslensku barnanna og hvernig
þau sögðust leysa vandamál. Næst verður skýrt frá þessari athugun.
ÁHYGGJUR OG LAUSNIR BARNA
Hugtakið áhyggjur vísar til neikvæðra hugsana eða ógnunar sem einstaklingnum
virðist aðsteðjandi, hann ímyndar sér hættuleg atvik og neikvæðar afleiðingar, jafn-
framt því sem hann reynir að finna leiðir til koma í veg fyrir hættu. Ahyggjur draga
úr getu einstaklingsins til að vinna úr tilfinningum og hafa neikvæð áhrif á geðslag
og persónulegt ástand. Áhyggjur hafa því þýðingu fyrir þroska barna og athafnir.
Trúlega álíta flestir fullorðnir að þeim beri að leitast við að létta sem mest af börn-
um álagi sem rekja má til stöðugra og mikilla áhyggna.
Áhyggjur barna hafa ekki verið rannsakaðar mikið og nýjar rannsóknir sem snúa
beinlínis að þeim eru fáar. Silverman, la Greca og Wasserstein (1995) athuguðu bæði
tíðni og styrk áhyggna og komust að raun um að flestar áhyggjur bandarískra barna
sem þeir rannsökuðu sneru að skóla, heilsufari og persónulegum áföllum. I rannsókn
Simon og Ward frá 1974, sem náði til yngri og eldri grunnskólabama, tengdust flestar
áhyggjur bamanna fjölskyldu, tengslum við annað fólk og sambandi við skólann en
fátíðast var að áhyggjurnar sneru að dýrum, fjárhag og heilsufari. í báðum rannsókn-
um var byggt á svörum bamanna og virtust stúlkur hafa meiri áhyggjur en drengir.
Eina atriðið þar sem fram kom aldurstengdur munur í rannsókn Simon og Ward var
að yngri börnin höfðu bæði tíðari og meiri áhyggjur af fjármálum og skólagöngu en
börn á unglingastiginu. Gmnnskólabömin virtust hafa meiri áhyggjur en framhalds-
skólanemamir sem rannsóknin náði einnig til. í þessum rannsóknum var samband
áhyggna og annarra aðstæðna barna ekki til athugunar.
í finnska og íslenska hlutanum af norrænu rannsókninni var spurt um áhyggjur
barnanna sjálfra. Þessi athugun var einn þeirra „útúrdúra" sem rannsóknarhópur-
inn ákvað frá upphafi að veita svigrúm til, allt eftir áherslum hvers lands. Val þessa
viðfangsefnis byggði á áhuga á því að athuga sérstaklega svör barnanna um þætti í
daglegu lífi. Þó að samanburðarrannsókn okkar sé fjölþætt er hún yfirlitskönnun.
Hún gefur af sér fjölmargar niðurstöður um færniþætti og aðstæður tíu ára barna
og fjölskyldna en eðli málsins samkvæmt verður það á kostnað dýptar. Því var
7 Um hið fyrrgreinda sjá Kristofersen 1998 , um hið síðarnefnda Guðrúnu Kristinsdóttur 1998.
84