Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Blaðsíða 155
SIGURÐUR KRISTINSSON
Stærðfræðikennarar leggja mikið upp úr því að nemendur verði færir um hvers
kyns útreikninga með blaðið og blýantinn eitt að vopni, þrátt fyrir að í daglegu lífi
og störfum notist allir við reiknivélar. í báðum tilvikum er markmiðið að ýta undir
þekkingu sem nauðsynleg er til að nemandinn gæti náð viðkomandi markmiðum
jafnvel þótt aðstæður breyttust. Fagmanneskja hlýtur að hafa vald á mismunandi
aðferðum og skilning á forsendum og vanköntum hverrar þeirra.
Reyndar má segja að þekking á himintunglum og sextanti sé ekkert fræðilegri
eða bóklegri í eðli sínu en þekking á því hvernig rata megi með því að nota lóran,
radar, eða GPS tæki. í báðum tilvikum er um að ræða þekkingu á tilteknum skynj-
anlegum fyrirbærum og skilning á því hvaða ályktanir megi draga af þessum fyrir-
bærum um það hvar maður er staddur. Munurinn er einna helst sá að himintunglin
eru ekki gerð af manna höndum og þess vegna ekki eins líkleg til að bila! Ut frá því
markmiði að þroska tæknilega færni á sviði skipsstjórnar er álitamál hvort gerð
skuli krafa um klassíska siglingafræðikunnáttu. Ef líkurnar á að til hennar þurfi að
grípa eru hverfandi væri líklega árangursríkara að nýta tímann til annars. Sama má
segja um reikningskennslu og kennslu í tölvuforritun. Ef hún bætir engu við mögu-
leika fólks til að ná þeim markmiðum sem líklegt er að störf þeirra krefjist, þá er
hún óþörf, út frá sjónarmiði tæknilega þáttarins. Að vísu getur slíkur lærdómur ef-
laust haft almennt menntagildi, en þá er mikilvægt að honum sé haldið úti á þeim
forsendum en ekki á fölskum tækniforsendum. Þá þarf að vega hann og meta á
móti öðrum leiðum sem færar eru til að stuðla að almennum þroska mennskra
eiginleika nemandans.
Hvað með hinn siðferðilega þátt faglegra mannkosta? Hvernig verður best
stuðlað að þroska og viðgangi hans? Aristóteles taldi að siðferðileg dygð skapaðist
við vanabundna breytni. Hann taldi að fræðilega mætti greina dygðuga breytni
sem það að rata ávallt á rétt meðalhóf á milli tveggja öfga, en jafnframt lagði hann á
það ríka áherslu að ekki væri unnt að segja til um það fyrirfram, með nánari reglum
eða almennum staðhæfingum, hvað teldist rétt meðalhóf. Til að hitta á rétt meðal-
hóf þarf dómgreind og næma tilfinningu fyrir aðstæðum. Þessir hæfileikar eru
áunnir. Þeir skapast smám saman við að breytt er eins og hinn dygðugi einstakling-
ur myndi gera. í fyrstu vakir það eitt fyrir gerandanum að líkja eftir fyrirmyndinni,
en smám saman fer hann að skilja aðstæður sínar eins og fyrirmyndin gerir og um
leið vex honum skilningur á því hvað vakir fyrir dygðuga einstaklingnum og hvers
vegna hann breytir á þennan veginn fremur en hinn.11
Þessi kenning Aristótelesar um dygðina og hvernig hennar er aflað á sér ákafa
fylgismenn, þó svo að vissulega séu ekki allir á einu máli um ágæti hennar. Hvort
hún fær á endanum staðist verður hér að liggja milli hluta, en í staðinn má spyrja
hvort unnt væri að styðjast við hana þegar skipulögð er skólun í tiltekinni starfs-
grein eða fagi. Vandinn við að beita kenningu Aristótelesar við slík verk er sá að
samkvæmt kenningunni getur siðferðilegur þroski varla orðið nema þegar séu til
siðferðilegar fyrirmyndir. Fagfólk er að vísu upp til hópa ekkert síður dygðugt en
annað fólk, en á hitt ber að líta að fagið stillir því stundum upp andspænis siðferði-
11 Sjá Siðfræði Nikómakkosar, einkum bók II, kafla 1 og 5-9.
153