Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 155

Uppeldi og menntun - 01.01.2000, Page 155
SIGURÐUR KRISTINSSON Stærðfræðikennarar leggja mikið upp úr því að nemendur verði færir um hvers kyns útreikninga með blaðið og blýantinn eitt að vopni, þrátt fyrir að í daglegu lífi og störfum notist allir við reiknivélar. í báðum tilvikum er markmiðið að ýta undir þekkingu sem nauðsynleg er til að nemandinn gæti náð viðkomandi markmiðum jafnvel þótt aðstæður breyttust. Fagmanneskja hlýtur að hafa vald á mismunandi aðferðum og skilning á forsendum og vanköntum hverrar þeirra. Reyndar má segja að þekking á himintunglum og sextanti sé ekkert fræðilegri eða bóklegri í eðli sínu en þekking á því hvernig rata megi með því að nota lóran, radar, eða GPS tæki. í báðum tilvikum er um að ræða þekkingu á tilteknum skynj- anlegum fyrirbærum og skilning á því hvaða ályktanir megi draga af þessum fyrir- bærum um það hvar maður er staddur. Munurinn er einna helst sá að himintunglin eru ekki gerð af manna höndum og þess vegna ekki eins líkleg til að bila! Ut frá því markmiði að þroska tæknilega færni á sviði skipsstjórnar er álitamál hvort gerð skuli krafa um klassíska siglingafræðikunnáttu. Ef líkurnar á að til hennar þurfi að grípa eru hverfandi væri líklega árangursríkara að nýta tímann til annars. Sama má segja um reikningskennslu og kennslu í tölvuforritun. Ef hún bætir engu við mögu- leika fólks til að ná þeim markmiðum sem líklegt er að störf þeirra krefjist, þá er hún óþörf, út frá sjónarmiði tæknilega þáttarins. Að vísu getur slíkur lærdómur ef- laust haft almennt menntagildi, en þá er mikilvægt að honum sé haldið úti á þeim forsendum en ekki á fölskum tækniforsendum. Þá þarf að vega hann og meta á móti öðrum leiðum sem færar eru til að stuðla að almennum þroska mennskra eiginleika nemandans. Hvað með hinn siðferðilega þátt faglegra mannkosta? Hvernig verður best stuðlað að þroska og viðgangi hans? Aristóteles taldi að siðferðileg dygð skapaðist við vanabundna breytni. Hann taldi að fræðilega mætti greina dygðuga breytni sem það að rata ávallt á rétt meðalhóf á milli tveggja öfga, en jafnframt lagði hann á það ríka áherslu að ekki væri unnt að segja til um það fyrirfram, með nánari reglum eða almennum staðhæfingum, hvað teldist rétt meðalhóf. Til að hitta á rétt meðal- hóf þarf dómgreind og næma tilfinningu fyrir aðstæðum. Þessir hæfileikar eru áunnir. Þeir skapast smám saman við að breytt er eins og hinn dygðugi einstakling- ur myndi gera. í fyrstu vakir það eitt fyrir gerandanum að líkja eftir fyrirmyndinni, en smám saman fer hann að skilja aðstæður sínar eins og fyrirmyndin gerir og um leið vex honum skilningur á því hvað vakir fyrir dygðuga einstaklingnum og hvers vegna hann breytir á þennan veginn fremur en hinn.11 Þessi kenning Aristótelesar um dygðina og hvernig hennar er aflað á sér ákafa fylgismenn, þó svo að vissulega séu ekki allir á einu máli um ágæti hennar. Hvort hún fær á endanum staðist verður hér að liggja milli hluta, en í staðinn má spyrja hvort unnt væri að styðjast við hana þegar skipulögð er skólun í tiltekinni starfs- grein eða fagi. Vandinn við að beita kenningu Aristótelesar við slík verk er sá að samkvæmt kenningunni getur siðferðilegur þroski varla orðið nema þegar séu til siðferðilegar fyrirmyndir. Fagfólk er að vísu upp til hópa ekkert síður dygðugt en annað fólk, en á hitt ber að líta að fagið stillir því stundum upp andspænis siðferði- 11 Sjá Siðfræði Nikómakkosar, einkum bók II, kafla 1 og 5-9. 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.